- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Eru Svartfellingar vanmetnir eða ofmetnir?

Mikið mun mæða á Ljubica Nenezic öðrum af tveimur markvörður landsliðs Svartfellinga á EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sex dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Svartfjallalands. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.

Lið Svartfellinga hefur af einhverjum ástæðum ekki verið talið líklegt til afreka í aðdraganda flestra stórmóta á meðal sérfræðinga. Það verður að teljast einkennilegt þar sem Svartfellingar hafa aldrei lent neðar en níunda sæti á þeim mótum sem liðið hefur tekið þátt í frá árinu 2010.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
1. sæti 2012
4. sæti 2014
Heimsmeistaramót
8. sæti 2015
6. sæti 2017
5. sæti 2019
Ólympíuleikar
2. sæti 2012

Að þessu sinni eru Svartfellingar í riðli með Frökkum, Dönum og Slóvenum og ljóst að þeirra bíður erfitt verkefni við að komast áfram í milliriðlakeppnina. Það hjálpar liðinu örugglega ekki í þeirri baráttu að skipt var um þjálfara nú í byrjun vikunnar. Daninn Kim Rasmussen tók þá við þjálfun liðsins af Svíanum Per Johansson sem hefur verið landsliðsþjálfari undangengin þrjú ár.

Stórt skarð að fylla
Þar sem markvörðurinn Marina
Rajcic er frá keppni þar sem 
hún er barnshafandi þá þurfa 
aðrir markmenn að fylla það 
skarð sem hún skilur eftir sig. 
Marta Batinovic og Ljubica 
Nenezic munu fá það hlutvek 
en þær spila báðar í Rúmeníu. 
Batinovic og Nenezic eru  
reynslulitlar með landsliði en 
þær hafa aðeins leikið um 
30 landsleiki.

Munu Svarfellingar ná í verðlaunasæti?

Ef litið er yfir nafnalistann hjá Svartfellingum þá er Rasmussen þjálfari hugsanlega ekki öfundsverður sé tekið tillit þeirra hópa sem þjálfarar Frakklands, Danmerkur og Rússlands hafa úr að spila. Það virðist ekki skipta máli þó að liðið hafi leikmenn innan sinna raða eins og Jovanku Radicevic, Djurdjinu Jaukovic og Mjadu Mehmedovic. Svartfellska liðið hikstar yfirleitt á einhverjum tímapunkti á mótum. Til þess að vinna eins öflugt mót og Evrópumeistaramótið er þá þurfa lið að vera uppá sitt besta í hverjum leik. Takist Svartfellingum það þá er öruggt að þeim tekst að krækja í verðlaunasæti.

Leikir Svartfellinga í A-riðli:
4.12.Frakkl.-Svarfjallal. 17.15
6.12.Svarfjallal.-Danmörk. 19.30
8.12.Svarfjallal.-Slóvenía 17.15
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -