- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Mæta til leiks reynslunni ríkari

Frakkar fagna sigri á EM á heimavelli fyrir tveimur árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Danmörku í kvöld. Handbolti.is hefur undanfarna daga kynnt liðin sem taka þátt. Í dag verður fjallað um tvö síðustu liðin en ekki þau sístu og má ekki seinna vera áður flautað verður til fyrsta leiksins. Nú er röðin komin að landsliði Frakka, ríkjandi Evrópumeisturum. Gestgjafarnir, Danir, verður kynntir síðast til leiks þegar nær dregur hádegi. Tengil inn á fyrri liðskynningar er að finna neðst í þessari grein.


Eftir að hafa þrisvar sinnum unnið til bronsverðlauna á EM tókst Frökkum loksins að vinna gullverðlaun þegar að keppnin var haldin í Frakklandi fyrir tveimur árum. Heimsmeistaramótið fyrir ári var Frökkum hinsvegar sár vonbrigði þar sem liðið féll úr keppni í milliriðlum.

Hefur lærdómur verið dreginn af HM?

Eftir mikla velgengni á árunum fyrir HM í Japan þar sem liðið vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 2016, brons á EM 2016 og urðu svo heimsmeistarar 2017 og Evrópumeistarar 2018 þá lentu Frakkar á veggnum fræga þegar kom að heimsmeistaramótinu í Japan á síðasta ári. Oliver Krumbholz þjálfari liðsins hefur sagt að liðið hafi dregið þann lærdóm frá mótinu í fyrra að það sé ekki nóg að mæta til leiks og halda að árangur fyrri ára komi til með að hjálpa þeim. Til að vinna stórmót þarf að mæta með fullri einbeitingu til leiks og fara í hvern einasta leik til þess að sigra.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
1. sæti 2018
3. sæti 2002, 2006, 2016
5. sæti 2000, 2010, 2014
Heimsmeistaramót
1. sæti 2003, 2017
2. sæti 1999, 2009, 2011
5. sæti 2001, 2007
Ólympíuleikar
2. sæti 2016

Lykilleikmaður: Laura Flippes

Laura Flippes hefur bætt sig með hverju árinu að undanförnu en þessi hægri hornamaður var þriðji hornamaður liðsins fyrir þremur árum en er nú búin að festa sig í sessi sem hornamaður númer eitt hjá franska liðinu. Auk þess sýndi hún það með Metz í Meistaradeildinni í fyrra að hún getur vel brugðið sér í hlutverk hægri skyttu ef svo ber undir. Sá eiginleiki gerir hana að einum lykilleikmanna liðsins á þessu móti.

Leikir Frakka í A-riðli:
4.12.Frakkl.-Svartfj., 17.15
6.12.Slóvenía-Frakkl., 17.15
8.12.Frakkl.-Danmörk, 19.30
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: PóllandKróatíaTékklandSlóveníaSvartfjallaland
SpánnÞýskalandSerbíaSvíþjóðNoregurUngverjalandHollandRúmenía, Rússland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -