- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Pólverjar renna blint í sjóinn

Joanna Drabik t.v. verður í lykilhlutverki í pólska landsliðinu á EM í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Átta dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Af því tilefni byrjar handbolti.is í dag að kynna liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru á næstu dögum allt til 3. desember.

Einnig ætlar handbolti.is að færa fréttir af mótinu meðan á því stendur en úrslitaleikur mótsins verður í Jyske Bank Boxen, íþrótta, – og sýningahöllinni í Herning á Jótlandi.

Stefnt er á að kynna tvö lið á dag fram að móti. Pólska landsliðið er fyrst á dagskrá.

Án þriggja sterkra leikmanna

Pólska liðið mætir til leiks með nýjan þjálfara í brúnni en Arne Senstad tók við liðinu í ársbyrjun 2019. Þær verða þó án þriggja lykilleikmanna þar sem þær Karolina Kudlacz-Gloc, Monika Kobylinska og Kinga Achurk eru allar fjarverandi. Pólska liðið mun reiða sig mikið á reynslumikla hornamenn sem og góða markmenn í baráttunni í D-riðli þar sem þær mæta Noregi, Þýskalandi og Rúmeníu. Póllandi hefur öllu jafnan gengið mun getur á HM þar sem þær náðu fjórða sæti á HM 2013 og 2015, en þær hafa aldrei náð inná topp 10 frá EM 2014.

Lykilleikmaður
Línumaðurinn Joanna Drabik er ein af 
reynslumestu leikmönnum liðsins á 
þessu móti.
Hún er gríðarlega öflugur leikmaður 
á báðum endum vallarins og hefur 
reynslu af því að spila á stóra 
sviðinu.
Drabik hjálpaði meðal annars 
félagsliði sínu Siófok 
að vinna Evrópubikarinn tímabilið 
2018/2019.

Hver eru áhrifin frá nýjum þjálfara liðsins?

Arne Senstad tók við liðinu af Leszek Krowicki eftir að liðinu mistókst að tryggja sig inná HM 2019. Þessi norski þjálfari byrjaði vel með liðið þar sem liðið vann fimm fyrstu leikina undir hans stjórn. En heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir að liðið hafi náð að spila fleiri leiki sem og að Senstad næði að setja mark sitt á leik liðsins. Hins vegar fær hann tækifæri til þess í aðdraganda mótsins þegar liðið tekur þátt í æfingamóti ásamt Serbíu og Rússlandi.

Getur liðið bætt upp reynsluleysið?

Þar sem þær Karolina Kudlacz-Gloc, Monika Kobylinska og Kinga Achruk eru allar fjarverandi vegna meiðsla þýðir ekki bara að liðinu vantar mikla reynslu heldur þarf Senstad að finna nýja útilínu. Þetta þríeyki var helsta ástæðan fyrir því að Pólland komst alla leið í undanúrslit á HM 2013 og 2015. Á komandi móti er ljóst að liðinu mun vanta leiðtoga og þar sem pólska deildin er ekki talin ein af þeim sterkustu í deildarkeppnum í álfunni sem og pólskur handbolti hefur ekki náð að framleiða topp leikmenn að undanförnu, er nokkuð ljóst að það mun vera erfitt fyrir liðið að bæta fyrir þetta reynsluleysi.

Fyrri árangur liðsins:
Þátttaka á Evrópumeistaramótum: 7
5. sæti 1998
8. sæti 2006
Heimsmeistaramót
Undanúrslit: 2013 og 2015, í 4.sæti 
í bæði skipti.
5. sæti: 1973
6. sæti: 1978
7. sæti: 1957, 1962, 1975

Hverjir eru möguleikar Póllands að komast uppí milliriðla?

Á Evrópumeistaramótinu árið 2016 þá mætti pólska liðið því þýska í lokaleik riðlakeppninnar í hreinum úrslitaleik um hvort liðið kæmist áfram í milliriðla. Sagan gæti endurtekið sig á þessu móti þar sem þessar þjóðir mætast aftur í lokaleik riðlakeppninnar. Senstad vonast til að þetta mót komi til með að vera mikil áskorun fyrir liðið sitt og hann vonast til að þau geti notað þetta mót sem mikla hvatningu og að liðið öðlist mikilvæga reynslu.

Leikir Póllands í D-riðli:
3.12. Noregur Pólland, kl. 19.30
5.12. Pólland - Rúmenía, kl. 15.00
7.12. Þýskaland - Pólland, kl. 17.15
RÚV sýnir flesta leiki á rásum sínum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -