Klukkan 19.30 hefjast tveir síðustu leikir dagsins á EM kvenna í handknattleik. Spánn og Svíþjóð mætast í seinni viðureign annarrar umferðar í B-riðli og Holland og Serbía leiða saman hesta sína í C-riðli í leik sem var frestað í gær. Hér fyrir neðan er farið yfir helstu staðreyndir um leikina tvo klukkan 19.30.
Spánn – Svíþjóð | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar: Cristina Nastase / Simona -Raluca Stancu (Rúmeníu)
- Spánverjar áttu erfiðan dag í 1. umferð þegar að liðið tapaði með níu mörkum fyrir Rússum. Á sama tíma unnu Svíar sinn leik gegn Tékkum nokkuð þægilega 27-23.
- Jessica Ryde markvörður Svía átti góða innkomu inní fyrsta leik en hún varði 7 skot eða um 41% af þeim skotum sem hún fékk á sig á þeim 27 mínútum sem hún spilaði.
- Tæknin sem er notuð á þessu móti til þess að fylgjast með frammistöðu leikmanna sýnu að þrír leikmanna Spánverja hlupu hraðasta sprettinn á fyrsta leikdegi. Þær Jennifer Gutierrez, Marta Lopez og Soledad Lopez hlupu allar á 28 km hraða.
- Þjóðirnar hafa mæst ellefu sinnum áður þar sem Svíar hafa unnið sjö sinnum, Spánverjar einu sinni og þrisvar sinnum hafa þjóðirnar skilið jafnar.
Holland – Serbía | kl 19:30| Beint á ehftv.com
Dómarar: Viktoriia Alpaidze / Tatyana Berezkina (Rússlandi)
- Hollendingar hafa unnið til verðlauna á síðustu tveimur Evrópumeistaramótum. Silfur á EM2016 og brons á EM2018. Auk þess hafa þær komist í undanúrslit á öllum stórmótum frá 2015.
- Besti árangur Serba á EM til þessa er fjórða sæti á EM 2012 en síðast unnu þeir til verðlauna á HM 2013 er silfurverðlaun komu í þeirra hlut.
- Serbar eiga metið yfir flest skoruð mörk í leik á EM en það gerðu þær einmitt gegn Hollandi á EM2016 þegar þær unnu 35-27.
- Þjóðirnar hafa mæst sex sinnum áður þar sem Hollendingar hafa unnið fjórum sinnum, Serbar unnið einu sinni og einu sinni hefur orðið jafntefli.
- Bæði lið eru án lykilmanna á þessu á móti. Estavana Polman getur ekki leikið með Hollendingum og Dragana Cvijic verður fjarri góðu gamni hjá Serbum. Til viðbótar eru Kristina Graovac og Marija Agbaba í einangrun vegna kórónuveirusmita. Jovana Milojević er enn í sóttkví.
- Auglýsing -