- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Titilvörnin hefst – gestgjafarnir í sviðsljósinu

Frakkar fagna sigri á EM á heimavelli fyrir tveimur árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Annar keppnisdagur fer fram á EM kvenna í dag og að þessu sinni verður spilaði í A og C riðlum. Í A-riðli eigast við Frakkland og Svartfjallaland annars vegar og Danmörk og Slóvenía hins vegar. Danir og Frakkar hafa sett stefnuna á að vinna til verðlauna á þessu móti og til þess að sá draumur verði að veruleika er mikilvægt fyrir þær að byrja mótið vel. 
Í C-riðli er hinsvegar komið upp vandamál þar sem að leik Hollendinga og Serba sem átti að vera í kvöld hefur verið frestað til morguns þar sem tveir leikmenn í serbneska liðinu greindust með Covid19 veiruna við komuna til Danmerkur og allt liðið sett í sóttkví. Hinn leikur riðilsins er mjög athyglisverður en þar mætast Ungverjaland og Króatía. Ungverjar tefla fram ungu og mjög spennandi liði að þessu sinni og verður athyglisvert að fylgjast með þeim á mótinu.

Leikir dagsins

A-riðill

Frakkland – Svartfjallaland | klukkan 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar: Vania Sa / Marta Sa (Portúgal)

  • Siraba Dembele Pavlovic sem leikur í vinstra horninu hjá Frökkum mun leika sinn leik númer 47 á Evrópumeistaramóti í dag og það gerir hana að þriðja leikjahæsta leikmanni mótsins.
  • Amandine Laynaud markvörður Frakklands kom til móts við liðið á laugardaginn síðastliðinn en hún er að koma aftur inní liðið eftir að hafa ekki spilað með liðinu frá því á HM í Japan á síðasta ári.
  • Leikstjórnandi Svartfellingar Milena Raicevic mun ekki spila með liðinu á mótinu að þessu sinni þar sem hún er barnshafandi.
  • Daninn Kim Rasmussen mun stýra liði Svartfellinga í fyrsta skipti á þessu móti en hann tók óvænt við liðinu aðeins 10 dögum fyrir mótið.
  • Frakkland hefur unnið alla þrjá leikina sem liðin hafa spilað á EM og síðasti leikur var á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum þar sem Frakkar unnu 25-20.

Danmörk – Slóvenía | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar: Vanja Antic / Jelena Jakovljevic (Serbíu)

  • Jesper Jensen mun stýra danska liðinu í fyrsta sinn í opinberum landsleik eftir að hann tók við liðinu en hann þjálfar einnig Team Esbjerg í dönsku deildinni.
  • Slóvenar hafa styrkt útilínuna hjá sér fyrir þetta mót þar sem vinstri skyttan Tjasa Stanko og miðjumaðurinn Elizabeth Omoregie munu hjálpa hinni öflugu Önu Gros í sóknarleik liðsisn.
  • Danmörk hefur unnið fyrsta leik sinn á Evrópumeistaramótum fimm sinnum af síðust sex mótum, en árið 2012 töpuðu þær gegn Svíum.
  • Slóvenum hefur ekki tekist að komast í milliriðla á síðustu fjórum Evrópumeistaramótum sem liðið hefur tekið þátt í.
  • Liðin hafa aldrei áður mæst á stórmótum en hins vegar hafa þau mæst í undankeppnum og þar hafa Danir unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna.

C-riðill

Ungverjaland – Króatía | kl 17.15 | beint á ehftv.com
Dómarar: Jelena Mitrovic / Andjelina Kazanegra (Svarfjallalandi)

  • Króatar eru staðráðnir í því að bæta árangur sinn frá því á Evrópumeistarmótinu fyrir tveimur árum þar sem þær enduðu í 16.sæti.
  • Króatar hafa ekki náð í miliriðlakeppnina frá árinu 2010 en Nenad Sostaric þjálfari liðsins hefur gefið það út að það sé aðalmarkmið liðsins á þessu móti.
  • Liðin hafa mæst þrisvar sinnum áður þar sem Króatar hafa unnið tvisvar en Ungverjar einu sinni. Ungverjar unnu þó síðasta leik á milli þessara þjóða þegar þær sigruðu 24-18.
  • Ungverjar spiluðu 2 æfingaleiki gegn Svíþjóð fyrir mótið að þessu sinni þar sem þær unnu annan af leikjunum.
  • Athyglin á þess móti mun beinast að Noémi Háfra vinstri skyttu ungverska liðsins en þessi 22 ára gamla skytta var valin í úrvalsliðið á EM 2018 þá aðeins tvítug.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -