Framundan er annar keppnisdagur á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Liðin sem eru í B- og D-riðlum sitja yfir í dag en liðin í A- og C-riðlum stíga í fyrsta sinn fram á sviðið og reyna með sér að liðum Hollendinga og Serba undanskildum. Viðureign þeirra hefur verið frestað þar til annað kvöld, eins og kom fram á handbolti.is í gærkvöld, eftir að smit kórónuveiru fannst við landamæraskimun við komu serbneska landsliðsins til Danmerkur í gærmorgun.
Evrópumeistarar Frakka hefja keppni í dag og eins Danir, gestgjafar mótsins.
Leikir dagsins:
A – riðill: 17.15 Frakkland – Svartfjallaland – sýndur á RÚV2
A – riðill: 19.30 Danmörk – Slóvenía – sýndur á RÚV2
C – riðill: 17.15 Ungverjaland – Króatía – sýndur á ehftv.com
C – riðill: Holland – Serbía – frestað þar til annað kvöld, klukkan 20.30.
Leikir A og B-riðla fara fram í Jyske Bank Boxen í Herning á Jótlandi.
Leikir C og D-riðla í Sydbank Arena í Kolding, einnig á Jótlandi.
Önnur umferð í B- og D-riðlum verður leikin á morgun.
Úrslit fyrstu umferðar í gær:
B-riðill: Rússland – Spánn, 31:22
B-riðill: Svíþjóð – Tékkland, 27:23
D-riðill: Rúmenía – Þýskaland, 19:22
D-riðill: Noregur – Pólland, 35:22