- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Sviss reyndist sterkara á lokasprettinum

U17 ára landslið Íslands í handknattleik kvenna leikur sinn síðasta leik á Evrópumótinu í dag. Mynd/HF Montenegro/Stefan Ivanovic
- Auglýsing -

Landslið Íslands og Sviss mættust í milliriðlakeppni um sæti níu til sextán á Evrópumóti 17 ára landsliða kvenna í handknattleik í Verde complex íþróttahöllinni í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á með forystu. Sviss var einu marki yfir í hálfleik, 13:12. Lengi vel var leikurinn í járnum en svissneska liðið reyndist sterkara á endasprettinum og vann, 25:21.

Næsti leikur Íslands verður á morgun gegn Svíþjóð og hefst klukkan 11.30.


Í seinni hálfleik var leikurinn í járnum framan af og leikmenn Íslands náðu tveggja marka forystu um miðbik leikhlutans, 17:15. Þá hafði svissneski þjálfarinn tekið tvö leikhlé. Þær svissnesku voru öflugri síðustu 10 mínútur leiksins og náðu að auka forystuna jafnt og þétt.

Markvörður Sviss, Seraina Kuratli reyndist leikmönnum Íslands erfið, varði í heildina 17 skot, með rétt tæplega 46% hlutfallsmarkvörslu. Yara-Ladina Brunett var valin maður leiksins hjá Sviss, hún skoraði 6 mörk. Hjá Íslandi var Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir valin best. Hún skoraði 5 mörk.

Mörk Íslands: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 2, Ágústa Rún Jónsdóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 9, 29% – Sif Hallgrímsdóttir 1, 25%.

EMU17: Milliriðlar, leikir, úrslit, staðan

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -