- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Við erum ánægð með margt í okkar leik

Leikmenn U17 ára landsliðsins stilltu sér upp fyrir leikinn. Mynd/HF Montenegro/Stefan Ivanovic
- Auglýsing -

„Þrátt fyrir tíu marka tap fyrir firnasterku þýsku landsliði þá erum við í þjálfaratreyminu mjög ánægð með margt í okkar leik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir annar þjálfara U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is í gærkvöld eftir tap fyrir þýska landsliðinu í annarri umferð A-riðils Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi í gærkvöld, 34:24. Ísland var fjórum mörkum undir í hálfleik, 16:12.


„Við getum svo sannarlega tekið margt með okkur inn í næsta leik sem verður við Tékka á sunnudaginn,“ sagði Rakel Dögg og bætti við að heldur mikill skrekkur hafi verið í leikmönnum íslenska liðsins í upphafi sem hafi sett mark sitt á frammistöðuna.

„Við bárum kannski of mikla virðingu fyrir andstæðingnum í upphafi. En þegar á leið fyrri hálfleik þá unnum við okkur mjög vel inn í leikinn með sterkum varnarleik og öguðum sóknarleik sem skilaði okkur góðum færum,“ sagði Rakel Dögg ennfremur

Rakel Dögg sér fram á spennandi leik á morgun, sunnudag, við Tékka. Stig úr leiknum geta fleytt íslenska liðinu í átta liða úrslit. Tékkar hafa þegar tapað fyrir Þýskalandi og Svartfjallalandi.

EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni


„Framhaldið hjá stelpunum verður að hugsa vel um sig og ná góðri endurheimt meðan við í þjálfaratreyminu sitjum yfir klippivinnu með upptökum af leikjum Tékka og okkar. Við munum svo sannarlega mæta vel undirbúnar og tilbúnar í næsta leik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir annar þjálfara U17 ára landsliðsins við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -