Ungverjaland, Þýskaland, Spánn og Svíþjóð leika til undanúrslita á Evrópumóti 18 ára landsliða karla í Podgorica í Svartfjallalandi á morgun. Lið tveggja fyrstnefndu þjóðanna voru með íslenska landsliðinu í riðli á fyrsta stigi mótsins 4. til 7. ágúst.
Svíþjóð leikur við Ungverjaland í undanúrslitum og Þýskaland mætir Spáni sem er taplaust á mótinu. U18 ára landslið Spánar stefnir á að fylgja eftir sigri U20 ára landsliðs karla sem varð Evrópumeistari í Portúgal í síðasta mánuði.
Ungverska landsliðið tapaði sínu fyrsta leik á mótinu í gær er það mætti Króötum, 28:25. Ungverjar voru öruggir um sigur í öðrum milliriðlinum fyrir leikinn og kann sú staðreynd að hafa haft áhrif á framgöngu leikmanna. Þýskaland og Portúgal skildu jöfn, 23:23, og nægði það þýska liðinu í undanúrslit.
Spánn lagði Danmörku naumlega, 29:28, og Svíþjóð vann Noreg í uppgjöri um sæti í undanúrslitum, 28:25.
Portúgal og Danmörk mætast annars vegar og Noregur og Króatía hinsvegar í krossspili um fimmta til áttunda sæti mótsins.
Lokastaðan í milliriðlum um sæti eitt til átta.
Ungverjaland | 3 | 2 | 0 | 1 | 84 – 83 | 4 |
Þýskaland | 3 | 1 | 1 | 1 | 89 – 84 | 3 |
Portúgal | 3 | 1 | 1 | 1 | 71 – 71 | 3 |
Króatía | 3 | 1 | 0 | 2 | 78 – 84 | 2 |
Spánn | 3 | 3 | 0 | 0 | 106 – 91 | 6 |
Svíþjóð | 3 | 2 | 0 | 1 | 93 – 94 | 4 |
Noregur | 3 | 1 | 0 | 2 | 87 – 96 | 2 |
Danmörk | 3 | 0 | 0 | 3 | 88 – 93 | 0 |
Eins og kom fram í gær leikur íslenska landsliðið við Slóvena á morgun í krossspili um níunda til tólfa sæti. Einnig eigast við Færeyjar og Svartfjallaland.
Serbía, Ítalía, Frakkland og Pólland leika um 13.til 16.sæti.