- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Átta marka tap í miklum markaleik í Pitesi

Íslenska stúlkurnar börðust til leiksloka gegn Rúmenum en það dugði ekki til. Mynd/Mynd/Marius Ionescu, Mihai Nițoiu
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir sterku liði Rúmena í upphafsleik beggja liða í B-riðli Evrópumótsins í handknattleik í Pitesti í Rúmeníu í dag, 41:33. Rúmenska liðið, sem þykir sigurstranglegt á mótinu var með átta marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 22:14.

Tinna Sigurrós Traustadóttir að skora eitt þriggja marka sinna í fyrri hálfleik. Mynd/Marius Ionescu


Viðureignin var jöfn fyrstu 15 mínúturnar. Liðin skiptust á að skora þangað til í stöðunni 11:10. Þá skutust rúmensku stúlkurnar fram úr og skoruðu 11 mörk gegn fjórum fram að hálfleik.

Lilja Ágústsdóttir skoraði 10 mörk og var valin maður leiksins í íslenska liðinu. Mynd/Marius Ionescu

Segja má að sá munur hafi verið á liðunum nær allan síðari hálfleikinn. Íslenska liðinu tókst að minnka muninn í fimm mörk, 30:25 og 32:27. Nær komust íslensku stúlkurnar ekki í þessum mikla markaleik sem seint verðu minnistæður fyrir varnarleik.

Inga Dís Jóhannsdóttir sækir að vörn Rúmena. Elísa Elíasdóttir er viðbúin á línunni. Mynd/Marius Ionescu


Næsti leikur íslenska liðsins verður við Þýskaland á morgun klukkan 14.30. Þýskaland lagði Portúgal, fjórða liðið í riðlinum, með eins marks mun, 27:26, fyrr í dag.

EMU19: Dagskrá, úrslit og staðan

Mörk Íslands: Lilja Ágústsdóttir 10/6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 2, Embla Steindórsdóttir 2, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -