- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Feikilega öflugt lið með 5 A-landsliðskonur

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson ræða til leikmenn u19 ára landsliðsins á EM í sumar. Framundan er HM 20 ára liða hjá þessum hóp á næsta sumri Mynd/EHF/Marius Ionescu
- Auglýsing -

„Við vorum að leika gegn feikilega öflugu liði sem er meðal annars með fimm leikmenn úr A-landsliði Rúmeníu,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara U19 ára landsliðs kvenna í handknattleik við handbolta.is í kvöld eftir átta marka tap fyrir Rúmenum í fyrsta leik á Evrópumótsinu í Pitesi í Rúmeníu, 41:33.

EMU19: Dagskrá, úrslit og staðan

„Eftir góðar fyrstu fimmtán mínútur leiksins og marki undir var óþarfi að mínu mati að vera átta mörkum undir hálfleik. Fjögur til fimm mörk hefði verið nærri lagi. Við gerðum okkur sek um of marga tæknifeila sem lið í þeim gæðaflokki sem það rúmenska er í nýtir sér hiklaust,“ sagði Ágúst Þór sem var ánægður með sóknarleikinn.

Náðum að keyra vel

„Við vorum ánægð með sóknarleikinn og þá staðreynd að skora 33 mörk. Markvarslan var góð í síðari hálfleik og oft tókst okkur að keyra vel til baka á Rúmenana sem eru með frábært lið,“ sagði Ágúst Þór sem hefur ekki langan tíma til þessa að búa liðið undir viðureignina við Þýskaland sem hefst klukkan 14.30 á morgun.

EMU19: Átta marka tap í miklum markaleik í Pitesi

Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Ethel Gyða Bjarnesen, Elísa Elíasdóttir og fleiri ganga til leiks. Mynd/EHF/Marius Ionescu

Þjóðverjar á morgun

„Framundan er leikur við Þýskaland á morgun sem vann Portúgal í dag, 27:26. Við sáum þann leik og það er alveg ljóst að þýska liðið er öflugt. Þetta er EM. Hér eru bara allra bestu liðin. Við erum í sterkum riðli og verðum að leika vel til að ná hagstæðum úrslitum. Næst er að draga lærdóm af þessari viðureign áður en farið verður í leikinn við Þjóðverja á morgun.

Við notum tímann til hvíla okkur og mætum fersk til leiks,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson eldbrattur í samtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -