Kraftur er í leikmönnum og þjálfurum U19 ára landsliðsliðs kvenna í handknattleik sem nýtt hafa daginn til að búa sig undir þriðja og síðasta leikinn í riðlakeppni Evrópumótsins sem fram fer á morgun og hefst klukkan 14.30. Íslenska liðið mætir þá portúgalska landsliðinu sem lagði rúmenska landsliðið í gær.
Enn er örlítil von fyrir hendi hjá íslenska liðinu um sæti í átta liða úrslitum. Til þess þar allt að ganga upp jafnt í leiknum við Portúgal og í viðureign Rúmeníu og Þýskalands sem leikin verður í kjölfarið. Annars tekur við keppni um sæti níu til sextán og þar með kapphlaup um sæti á HM 20 ára landsliða á næsta ári. Þrettán efstu liðin á HM tyggja sér farseðil á HM.
EMU19: Dagskrá, úrslit og staðan
Dagurinn í dag í Pitesi í Rúmeníu hefur farið í undirbúning fyrir leikinn á morgun með myndbandsfundi með þjálfurunum Ágústi Þór Jóhannssyni og Árna Stefáni Guðjónssyni auk góðrar æfingar í keppnishöllini sem lauk fyrir stundu.
Handbolti.is fékk sendar nokkrar myndir frá deginum hjá U19 ára landsliðsliðinu. Smellið á myndirnar til þess að sjá þær stærri.
Eftirtaldar skipa U19 ára landslið Íslands:
Markverðir:
Elísa Helga Sigurðardóttir, Haukum.
Ethel Gyða Bjarnasen, HK.
Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, Val.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Hildur Lilja Jónsdóttir, KA/Þór.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukum.
Thelma Melsteð Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.
Valgerður Arnalds, Fram.