- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU19: Ungverjar unnu í þriðja skiptið í röð

Ungverjar fagna sigr á EM 19 ára landsliða kvenna í Rúmeníu í dag. Mynd/Sabin Malisevschi
- Auglýsing -

Lítt kom á óvart að Ungverjaland varð í dag Evrópumeistari í handknattleik kvenna, liðum skipuðum 19 ára og yngri. Ungverska landsliðið vann danska landsliðið með níu marka mun í úrslitaleik, 35:26. Danir sýndu tennurnar í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 17:14. Í síðari hálfleik dugði lítt að sýna tennurnar gegn ógnarsterku liði Ungverja sem vann alla leiki sín í mótinu á sannfærandi hátt.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem Ungverjar fagna sigri á Evrópumóti 19 ára landsliða kvenna. Emilia Varga varð markahæst með 11 mörk. Julie Scaglione skoraði einnig ellefu sinnum fyrir danska landsliðið

Rúmenar hlutu bronsverðlaun á heimavelli. Lið þeirra vann Portúgal örugglega, 39:32, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13. Eftir mjög góða leiki á mótinu þá sprakk protúgalska liðið á limmunni í dag eftir vonbrigðin að tapa fyrir Dönum í undanúrslitum eftir vítakeppni.

Röð liðanna á mótinu:

1.Ungverjaland9.Holland
2.Danmörk10.Noregur
3.Rúmenía11.Þýskaland
4.Portúgal12.Tékkland
5.Svíþjóð13.Ísland
6.Frakkland14.Serbía
7.Sviss15.N-Makedónía
8.Svartfjallaland16.Króatía

Ítalía og Spánn unnu B-keppnina

B-keppni Evrópumótsins fór fram í tveimur hlutum, annarsvegar í Kósovó og hinsvegar í Litáen. Ítalía vann Austurríki í úrslitaleik í þeim hluta sem fram fór í Pristina í Kósovó, 29:21.

Spánverjar stóðu uppi sem sigurvegarar í keppninni í Litáen. Spænska liðið vann Færeyinga, 34:23, í úrslitum í dag.

Spánn og Ítalía ásamt Serbíu og Króatíu mætast í undankeppni í nóvember um eitt laust sæti á HM 20 ára landsliða sem fram fer í Skopje í Norður Makedóníu að ári liðnu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -