- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Endasprettur Framara og tveir stórsigrar – úrslit kvöldsins og staðan

Einar Jónsson þjálfari Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Fram krækti í annað stigið í leik sínum við Gróttu í 6. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Úlfarsárdal í kvöld eftir ævintýralegan endasprett en liðið var fjórum mörkum undir, 25:29, og virtist hafa spilað rassinn úr buxunum þegar hálf þriðja mínúta var til leiksloka.


Kristófer Dagur Sigurðsson jafnaði metin, 29:29, þegar skammt var til leiksloka. Markvörðurinn ungi, Arnór Máni Daðason, sá til þess að stigið var endanlega í höfn þegar hann tvívarði skot úr aukakasti frá fyrrverandi Framara, Lúðvíks Thorberg Bergmann Arnkelssonar, þegar leiktíminn var úti.

Karlalið Fram hefur þar með ekki ennþá tapað deildarleik í nýju vígi sínu í Úlfarsárdal.


Fram byrjaði leikinn vel og var yfir, 8:4, snemma leiks. Gróttumenn létu erfiða byrjun slá sig út af laginu. Gamli Framarinn, Róbert Gunnarsson þjálfari Gróttu, taldi kjark í sína menn sem söknuðu Birgis Steins Jónssonar sem er handarbrotinn. Grótta komst yfir, 12:11, og var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13:15.


Allan síðari hálfleik hélt Grótta forskoti sínu. Fram virtist vera fyrirmunað að jafna metin, hvað þá að komast yfir. Daníel Örn Griffin fór mikinn í sóknarleik Gróttu og Einar Baldvin Baldvinsson var öflugur í markinu.


Vopnin snerust í höndum Framliðsins þar til á síðustu 150 sekúndunum. Eftir leikhlé Framara tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok féll Gróttumönnum allur ketill í eld. Pat var á sókninni og menn töpuðu boltanum hvað eftir annað.

Tóku til sinna ráða í seinni hálfleik

Valur vann ÍR örugglega með tíu marka mun eftir að hafa snúið við taflinu í síðari hálfleik. ÍR var marki yfir í hálfleik, 14:13. Sakai Motoki markvörður Vals var í banastuði í síðari hálfleik.

Vilius Rašimas, markvörður Selfoss t.v. fór á kostum í kvöld. Mynd/Selfoss/SÁ

Rasimas frábær

Selfoss burstaði KA, 34:24, eftir að hafa verið nánast eina liðið á vellinum í fyrri hálfleik. KA-menn voru ekki með á nótunum í fyrri hálfeik. Hvar sem litið var þá voru leikmenn ekki með á nótunum. Selfossliðið fór á kostum og engin betri en Vilius Rasimas markvörður. Hann var með nærri 50% markvörslu þegar upp var staðið. Stórleikur hans er þó ekki nein afsökun fyrir KA-menn sem eiga að gera betur en þeir gerðu í fyrri hálfleik.

Þetta var annar sigur Selfoss í vikunni er liðið nú komið upp í fjórða sæti með sjö stig, tveimur stigum á eftir Fram sem í öðru sæti.


Fram – Grótta 29:29 (13:15).
Mörk Fram: Luka Vukicevic 8, Ívar Logi Styrmisson 5/2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Stefán Darri Þórsson 4, Marko Coric 3, Alexander Már Egan 2, Ólafur Brim Stefánsson 1, Reynir Þór Stefánsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 8, 27,6% – Arnór Máni Daðason 5, 38,5%.

Mörk Gróttu: Daníel Örn Griffin 8, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 7, Jóel Bernburg 5, Theis Koch Søndergard 3, Ágúst Emil Grétarsson 2, Ari Pétur Eiríksson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Hannes Grimm 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 14, 33,3% – Daníel Andri Valtýsson 1, 100%.

Valur – ÍR 35:25 (13:14).
Mörk Vals: Magnús Óli Magnússon 9, Bergur Elí Rúnarsson 4, Vignir Stefánsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 4/3, Stiven Tobar Valencia 4, Tjörvi Týr Gíslason 2, Aron Dagur Pálsson 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 2, Agnar Smári Jónsson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1, Arnór Snær Óskarsson 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Sakai Motoki 11, 52,4% – Björgvin Páll Gústavsson 5, 25%.

Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 8/4, Sveinn Brynjar Agnarsson 5, Dagur Sverrir Kristjánsson 4, Viktor Sigurðsson 3, Eyþór Ari Waage 2, Friðrik Hólm Jónsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 27,7%.

Selfoss – KA 34:24 (21:12).
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 6/1, Guðjón Baldur Ómarsson 6, Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Ísak Gústafsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 2, Hannes Höskuldsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Sölvi Svavarsson 1, Karolis Stropus 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 18, 48,6% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 3, 37,5%.

Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 5, Dagur Gautason 4, Arnór Ísak Haddsson 4, Gauti Gunnarsson 2, Haraldur Bolli Heimisson 2, Ísak Óli Eggertsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Allan Nordberg 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 8, 29,6% – Bruno Bernat 4, 21,1%.

Tölfræði leikja kvöldsins er hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -