- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enduðu EM á sigri – 7. sætið – Breki skellti í lás á afmælisdaginn

Íslenska landLjósmynd/EHFsliðið sem hafnaði í sjöunda sæti á EM í dag eftir sigur á Noregi. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Ísland hafnaði í sjöunda sæti á Evrópumóti 20 ára landsliða í handknattleik í dag eftir frábæran sigur á norska landsliðinu, 32:29, í síðasta leik liðanna á mótinu sem fram hefur farið í Slóveníu frá 10. júlí. Staðan í hálfleik, 18:16. Þetta er jöfnun á besta árangri sem 20 ára karlalandslið Íslands hefur náð á Evrópumóti og undirstrikar framfarir í hópnum og að það verður spennandi að fylgjast með strákunum á HM í Póllandi að ári. Á EM 2018 hafnaði Ísland í sjöunda sæti eins og nú.

Viljinn og baráttan var meiri í íslenska liðinu sem lét aldrei hug falla þótt norska liðið næði áhlaupum. Eins létu íslensku strákarnir það ekki á sig fá þótt ekki gengi allt sem skildi og hraðaupphlaup og góð færi rynnu þeim úr greipum. Þeir héldu endalaust áfram og verðskulduðu svo sannarlega sigurinn og 7. sætið.

Breki Hrafn Árnason hélt upp á 20 ára afmælið með því að skella í lás í markinu síðustu 12 mínútur leiksins. Varð það til þes að íslenska liðið náði forskoti sem það hélt til loka. Norðmenn komust þremur mörkum yfir í fyrra hluta síðari hálfleiks eftir að hafa byrjað hálfleikinn betur.

Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik og hafði lengst af tögl og hagldir í fyrri hálfleik eftir skrautlegar fyrstu 10 mínútur með 19 mörkum.

Reynir Þór Stefánsson átti enn einn stórleikinn á mótinu. Hann hefur rækilega látið vita af sér á mótinu og undirstrikaði það í dag að hann er einn besti handknattleiksmaður Evrópu í sínum aldursflokki.

Strákarnir í heild eiga heiður og sóma fyrir frammistöðu sína í mótinu. Fyrirfram var ekki reiknað að með Ísland yrði í hópi átta efstu enda oft í gegn tíðina verið utan þess hóps. Þeir sýndu að þarna eiga þeir heima og eins áður segir verður áhugavert að fylgjast með þeim á HM 21 árs landsliða að ári liðnu í Póllandi.

Mörk Íslands: Reynir Þór Stefánsson 11, Össur Haraldsson 8, Elmar Erlingsson 6, Birkir Snær Steinsson 4, Andri Fannar Elísson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Ívar Bessi Erlingsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 8, 36,3% – Ísak Steinsson 3, 16,7%.

Mörk Noregs: Patrick Helland Anderson 11, Mikkel Solheim 8, Jens Holter 3, David Walstad Haugsvedt 2, Jonas Lars Johansson-Kjellerød 2, Eirik Kulvedrøsten Soløst 1, Marius Olseth 1, Lars Thomas Line 1.
Varin skot: Oskar Engeset-Nordanger Knudsen 10, 30,3% – Oscar Larsen Syvertsen 1, 11,1%.

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, milliriðlar og sætisleikir

Handbolti.is var í Arnea Zlatorog (Steingeit) í Celje og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -