Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG endurheimtu í dag efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar þeir gerðu jafntefli við Skanderborg 35:35, í síðasta leik 25. og næst síðustu umferðar deildarinnar. Leikið var á heimavelli GOG.
Viktor Gísli náði ekki að sínar allra bestu hliðar í leiknum. Hann varði 6 skot þann tíma sem hann stóð vaktina sem leggur sig út á um 25% hlutfallsmarkvörslu.
Lokaumferð deildarinnar fer fram á páskadag. Eftir hana tekur við úrslitakeppni þar sem liðunum verður skipt niður í tvo fjögurra liða riðla þar sem efstu tvö lið hvors riðils byrja með forgjöf.
Staðan í dönsku úrvalsdeildinni fyrir lokaumferðina:
GOG 40(25), Aalborg 39(25), Holstebro 38(25), Bjerringbro/Silkeborg 33(25), SönderjyskE 29(25), Skanderborg 27(25), Skjern 27(25), Kolding 24(25) – Ribe-Esbjerg 20(25), Fredericia 20(25), Mors-Thy 19(25), Aarhus 16(25), Lemvig 10(25), Ringsted 9(25).
Í síðustu umferð mætast:
Aalborg – Holstebro
Fredericia – GOG
Kolding – Lemvig
Mors Thy – Skjern
Ribe-Esbjerg – Ringsted
Skanderborg – Bjerrringbro/Silkeborg
SönderjyskE – Aarhus