- Auglýsing -

Endurkoma Herrem – Meistaradeildin er hafin

- Auglýsing -


Keppni í Meistaradeild kvenna í handknattleik fór af stað um nýliðna helgi með átta viðureignum, fjórum í hvorum riðli. Einna mesta athygli vakti norska handknattleikskonan Camilla Herrem sem lék með Sola gegn HC Podravka. Herrem lauk krabbameinsmeðferð 25. ágúst og lék sinn fyrst leik í Meistaradeildinni í átta ár. Hún sló ekki af og skoraði m.a. fimm mörk og lék stærsta hluta leiktímans.
(Valdir kaflar úr leik HC Podravka og Sola og eru neðar í þessari grein).

Evrópumeistarar Györi unnu stórsigur á Borussia Dortmund í Þýskalandi, 43:30, í markaveislu.

Liðin sem léku um bronsverðlaunin í úrslitahelgi Meistaradeildar í Búdapest í byrjun júní, Esbjerg og Metz, mættust í háspennuleik á vesturströnd Jótlands. Frönsku meistararnir unnu með eins marks mun, 30:29.


Jesper Jensen fyrrverandi landsliðsþjálfari Danmerkur stýrði ungverska liðinu FTC í fyrsta sinn á heimavelli í Meistaradeildinni gegn dönsku meisturunum Odense. Jensen og liðskonur töpuðu með tveggja marka mun fyrir silfurliði Meistaradeildarinnar í vor.

Herrem mætti til leiks

Mesta athylgi vakti endurkoma Camillu Herrem en aðeins er hálfur mánuður síðan hún lauk lyfjameðferð að sinni vegna vegna krabbameins sem hún greindist með í júní. Hún lék með norska liðinu Sola gegn HC Podravka í Króatíu. Herrem skoraði fimm mörk í tapi Sola sem fékk sæti í Meistaradeildinni eftir að þýska liðið Ludwigsburg varð gjaldþrota.

Hér fyrir neðan eru valdi kaflar úr leik HC Podravka og Sola þar sem m.a. má sjá Herrem skora glæsilegt mark eftir hraðaupphlaup.

A-riðill:

BV Borussia Dortmund – Györi Audi ETO KC 30:43 (15:20).
Lois Abbingh 7 – Bruna de Paula 7, Dione Housheer 7.

Team Esbjerg – Metz Handball 29:30 (15:15).
Nora Mørk 8 – Petra Vamos 7.

OTP Group Buducnost – DVSC Schaeffler 24:25 (11:10).
Itana Grbic 7 – Océane Sercien-Ugolin 5, Petra Tóvizi 5.

Gloria Bistrita – Storhamar Handball 29:26 (15:12)
Asuka Fujita 8 – Veronika Mala 7.

B-riðill:

Ikast Håndbold – CSM Bucuresti 28:27 (17:12).
Emilie Hegh Arntzen 7, Jamina Roberts 7 – Elizabeth Omoregie 7.

FTC-Rail Cargo Hungaria – Odense Håndbold 32:34 (16:18).
Emily Vogel 8, Katrin Klujber 8 – Ingvild Bakkerud 7.

HC Podravka – Sola HK 31:26 (15:11).
Matea Pletikosic 13 – Kristiane Knutsen 6, Camilla Herrem 5.

Brest Bretagne Handball – Krim Mercator 32:20 (13:9).
Markahæstar: Onacia Ondono 6, Annika Lott 6/7 (Brest Bretagne – Ana Abina 4/7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -