Íslendingaliðið Blomberg-Lippe fór ekki sem best af stað í fyrsta leik sínum í þýsku 1. deildinni í handknattleik að loknu nærri tveggja mánaða hléi vegna heimsmeistaramótsins. Liðið tapaði í heimsókn til Oldenburg, 30:26. Þetta var fyrsta tap Blomberg-Lippe í deildinni á keppnistímabilinu. Blomberg-Lippe og Bensheim standa jöfn að stigum með 14 stig hvort eftir átta umferðir. Borussia Dortmund er með 12 stig en hefur lokið sjö leikjum.
Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði 2 mörk og gaf 2 stoðsendingar. Andrea Jacobsen lék með eftir meiðsli og skoraði 1 mark og var með tvær stoðsendingar auk þess að vinna 1 vítakast. Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 1 mark, var með 4 stoðsendingar og vann 4 vítaköst.
Leikmenn Oldenburg voru með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Staðan í hálfleik var, 15:12, Oldenburg í hag. Leikmönnum Blomberg-Lippe tókst að minnka muninn niður í eitt mark snemma í fyrri hálfleik. Það dugði skammt.
Blomberg-Lippe á einum leik eftir ólokið fyrir áramót. Á þriðjudaginn kemur neðsta lið deildarinnar, Halle-Neustadt, í heimsókn.
Staðan í þýsku 1. deildinni:



