- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Engin úrslitahelgi Meistaradeildar án Íslendinga

Gísli Þorgeir fyrir miðri mynd fagnar sigri í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Úrslitahelgi, final 4, í Meistaradeild karla í handknattleik fer fram í 15. sinn í Lanxess Arena í Köln um helgina. Þrír íslenskir handknattleiksmenn standa þar í stórræðum með ríkjandi Evrópumeisturum SC Magdeburg frá Þýskalandi, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon. Segja má að úrslitahelgi án íslenskra handknattleiksmanna eða dómara sé nánast óhugsandi. Þar á ofan flykkjast Íslendingar til Kölnar til að horfa á leikina.

Undanúrslitaleikir laugardaginn 8. júní:
SC Magdeburg - Aalborg Håndbold, kl. 13.
Barcelona - THW Kiel kl. 16.
Hægt verður að horfa á báða leiki án endurgjalds á EHFtv.com.
Úrslitaleikirnir á sunnudaginn fara fram á sama tíma og verða einnig aðgengilegir á EHFtv.com.

Íslenskir handknattleiksmenn hafa sett svip á úrslitahelgina frá upphafi og reyndar lengi komið við sögu Meistaradeildarinnar og forvera hennar, Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór undir hatti Alþjóða handknattleikssambandsins fram yfir 1990 og Handknattleikssamband Evrópu, EHF, var stofnað.

Hér fyrir neðan er tæpt á því helsta frá 1980 til 2024.

1980: Valur lék til úrslita við Grosswallstadt  í Evrópukeppni meistaraliði og tapaði, 21:12. Vann Atléticio Madrid í undanúrslitum. Þjálfari Vals var Hilmar Björnsson

1988: Alfreð Gíslason lék með Tusem Essen í úrslitaleikjum en tapaði fyrir CSKA Moskvu. Þjálfari Essen var Jóhann Ingi Gunnarsson

Alfreð Gíslason og Jóhann Ingi Gunnarsson.

2002: Magdeburg (1. sæti eftir tvo úrslitaleiki við Veszprém) – Alfreð Gíslason þjálfari, Ólafur Stefánsson var leikmaður.

2005: Ciudad Real (1. sæti): Ólafur Stefánsson leikmaður. 

2008: Ciudad Real (1. sæti): Ólafur Stefánsson leikmaður. 

2009: Ciudad Real (1. sæti): Ólafur Stefánsson leikmaður. 

Eftir að úrslitahelgin (final4) var tekin upp:

2010: Kiel (1. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson, leikmaður

2011: Rhein-Neckar Löwen (4. sæti): Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari, Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson, leikmenn. 

Alfreð Gíslason, þá þjálfari THW Kiel, í viðtali fyrir úrslitahelgina í Köln 2015. Mynd/Ívar

2012: Kiel (1. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson, leikmaður.

AG Köbenhavn (3. sæti): Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson, leikmenn. 

Füchse Berlin (4. sæti): Dagur Sigurðsson, þjálfari. 

2013: Vive Kielce (3. sæti): Þórir Ólafsson, leikmaður. 

Kiel (4. sæti) : Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson, leikmenn.

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson dæmdu fyrri undanúrslitaleikinn á laugardag. 

Ólafur Gústafsson glaður í bragði með gullverðlaunapeninginn eftir sigur Flensburg í Meistaradeildinni 2014. Mynd/Ívar

2014:  Flensburg (1. sæti): Ólafur Gústafsson, leikmaður.

Kiel (2. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson, leikmenn. Aron var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar, MVP.

Guðjón Valur Sigurðsson varð Evrópumeistari með Barcelona 2015. Mynd/Ívar

2015Barcelona (1. sæti): Guðjón Valur Sigurðsson. 

Kiel (4. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari, Aron Pálmarsson, leikmaður. 

2016: Veszprém (2. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður. Hann var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar, MVP.

PSG (3. sæti): Róbert Gunnarsson, leikmaður. 

Kiel (4. sæti): Alfreð Gíslason, þjálfari.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn um 3. sætið.

2017Veszprém (3. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður. 

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa þrisvar dæmt saman í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

2018Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu síðari undanúrslitaleikinn. 

2019Barcelona (3. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.

2020: Barcelona (2. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.

2021: Barcelona (1. sæti): Aron Pálmarsson, leikmaður.

Aalborg Håndbold (2. sæti): Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari.

2022: Vive Kielce (2. sæti): Haukur Þrastarson, leikmaður. Tók þátt í undanúrslitaleiknum en settur út fyrir úrslitaleikinn.  Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kielce vegna meiðsla.

Haukur Þrastarson fagnar með félögum sínum í Kielce sæti í úrslitum Meistaradeild 2022. Ljósmynd/EPA

2023: SC Magdeburg (1.sæti): Gísli Þorgeir Kristjánsson lék með í undanúrslitum gegn Barcelona. Hann fór úr axlarlið en lék óvænt með í úrslitaleiknum daginn eftir og fór á kostum. Var valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar, MVP. Ómar Ingi Magnússon var ekki með vegna meiðsla en tók við gullverðlaunum enda lék hann helming tímabilsins.

2023: Kielce (2.sæti), lið Hauks Þrastarsonar. Haukur var ekki með vegna meiðsla. 

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu síðari undanúrslitaleikinn. 

2024: SC Magdeburg á sæti í undanúrslitum og mætir Aalborg Håndbold á morgun, laugardag. Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon leika með Magdeburg. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -