- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enginn vill fara í sumarfrí í þessari stemningu

Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis ræðir við Goða Ingvar Sveinsson. Mynd/Þorgils G - Fjölnir handbolti
- Auglýsing -

„Þetta tókst hjá okkur í dag,“ sagði Sverrir Eyjólfsson þjálfari Fjölnis eftir sigur liðsins á Víkingi í þriðju viðureign liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í Safamýri í dag, 25:24, eftir æsilegan lokakafla þar sem sitt sýndist hverjum.

„Ég hef verið að sannfæra strákana um þetta í allan vetur að leikirnir eru ekki búnir fyrr en leiktíminn er á enda. Það hefur verið vandamál á stundum hjá okkur á tímabilinu að menn hafa kastað frá sér leikjum með löngum slæmum köflum. Eina leiðin til þess að læra er að upplifa þessar stundir og læra af þeim, eins og í dag þegar við skorum fjögur síðustu mörk leiksins og vinnum með einu marki á síðustu fimm mínútunum,“ sagði Sverrir sem hlakkar til fjórða leiksins í Dalhúsum á fimmtudaginn. Hann segir einvígið vera opið eftir sigur Fjölnis í dag.

Stígandi í leiknum

„Ég er spenntur fyrir næsta leik. Það er stígandi í okkar frammistöðu og vonandi getum við haldið áfram að gefa Víkingum leiki. Við erum klárlega minna liðið í einvíginu. Fram til þessa hafa þetta verið frábærir leikir með mörgum áhorfendum. Það vill enginn fara strax í sumarfrí í þessari stemningu,“ sagði Sverrir Eyjólfsson, þjálfari Fjölnis í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -