- Auglýsing -
- Auglýsing -

Engir leikir á vegum EHF í Úkraínu

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilkynnt að allir heimaleikir landsliða og félagsliða frá Úkraínu á vegum móta EHF verði á næstunni leiknir á hlutlausum velli eða heimavelli andstæðinganna. Á það t.d. við um tvo fyrirhugaða leiki úkraínska kvennalandsliðsins við Tékka í undankeppni Evrópumótsins sem fara fram 2. og 5. mars í Tékklandi.


EHF tók ákvörðun um þetta í morgun sökum ótryggs ástands í Úkraínu eftir að Rússar viður­kenndu sjálf­stæði tveggja hérða í austurhluta Úkraínu og sendu hersveitir í kjölfarið inn í landið.


HC Motor Zaporizjzja á eftir tvo leiki á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildar karla, gegn PSG og Barcelona. Báðir leikir fara fram í Presov í Tékklandi, 1. og 3. mars. Viðureigninni við PSG sem fram átti að fara í Zaporizjzja í síðustu viku var þá frestað.

Roland er kominn til Póllands

HC Motor leikur við pólska meistaraliðið Vive Kielce í Meistaradeildinni annað kvöld. Leikurinn fer fram í Kielce. Roland Eradze, aðstoðarþjálfari HC Motor, sagði í skilaboðum til handbolta.is í dag að liðið væri komið heilu og höldnu til Póllands og hann þar vitanlega með.


Til stendur að landslið Úkraínu og Finnlands mætist í fyrstu umferð umspils um HM sæti upp úr miðjum mars. EHF segir í yfirlýsingu að unnið sé með handknattleikssamböndum landanna við að ákveða leikstað fyrir heimaleik Úkraínumanna.

Evrópuleikir félagsliða eru í lausu lofti

Eftir standa tveir leikir í Evrópubikarkeppni karla og kvenna sem ekki hafa verið leiddir til lykta. Annars vegar er það viðureign HC Galychana Lviv og H71 frá Færeyjum í Evrópubikarkeppni kvenna. Viðureignin í Færeyjum er yfirstaðin og lauk með sigri, Lviv-liðsins, 27:26. Færeyska liðið sneri við á miðri leið til Úkraínu um þar síðustu helgi.


Hin viðureignin sem er í lausu lofti er á milli Skif Krasnodar frá Rússlandi og norska liðsins Drammen. Síðari leikurinn átti að fara fram í Krasnodar um síðustu helgi. Forráðamenn Drammen hættu við að fara til Krasnodar eftir að utanríkisráðuneyti Noregs mælti gegn ferðalögum nærri hugsanlegum átakasvæðum. Krasnodar er í 250 km fjarlægð frá landamærum Rússlands og Úkraínu, Rússlandsmegin


Forráðamenn EHF velta vöngum yfir hvað gert verður vegna Evrópuleikjanna tveggja. Nöfn Skif Krasnodar og Drammen voru saman á miða þegar dregið var í átta liða og fjögurra lið úrslit í morgun. Drógust þau gegn Suhr frá Sviss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -