- Auglýsing -
- Auglýsing -

Enn eru fimm sæti laus á HM

Íslenska landsliðið verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM á morgun. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Eftir að Bandaríkin tryggðu sér sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í gærkvöld liggja nöfn 27 þátttökuþjóða fyrir þegar rétt rúmur sólarhringur er þangað til dregið verður í riðla heimsmeistaramótsins sem haldið verður í Póllandi og Svíþjóð 11. – 29. janúar á næsta ári. Bandaríkin taka sæti í fjórða og neðsta styrkleikaflokki.


Afríka á fimm sæti í keppninni en hvaða lönd hreppa sætin liggur ekki fyrir. Margskonar erfiðleikar hafa komið í veg fyrir að hægt hafi verið að halda Afríkukeppni landsliða á þessu ári. Til stendur að Afríkukeppnin hefjist 11. júlí í Egyptalandi.


Hér fyrir neðan eru styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn á morgun en eitt lið úr hverjum flokki verður dregið í hvern riðil en alls verða riðlarnir átta með fjórum liðum í hverjum.

1. flokkur:2. flokkur:3. flokkur:4. flokkur:
DanmörkKatarSerbíaÚrúgvæ
SvíþjóðKróatíaArgentínaAfríka4
SpánnBelgíaUngv.landAfríka5
FrakklandBrasilíaBareinÍran
NoregurPortúgalS.ArabíaSuður Kórea
ÍslandPóllandAfríka2Bandaríkin
ÞýskalandSvartfj.landChileSlóvenía
Afríka1N.MakedóníaAfríka3Holland
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -