Nebojsa Simic, markvörður MT Melsungen í Þýskalandi og aðalmarkvörður landsliðs Svartfellinga, sleit krossband í apríl á þessu ári. Hann hefur tekið endurhæfinguna mjög alvarlega og ekki látið nægja að fylgja fyrirmælum lækna og sjúkraþjálfara til að styrkja hné. Hann hefur einnig notað tækifærið til þessa að bæta líkamlegt ástand sitt og er nú 14 kílóum léttari en áður.
Simic segir í viðtali þýskra fjölmiðla að hann eigi ekki von á því að mæta aftur til leiks fyrr en í mars, í fyrsta lagi. „Ég ætla að gefa mér góðan tíma til þess að jafna mig,“ segir Simic hefur tekið sig til að misst 14 kg undanfarna mánuði samhliða endurhæfingu vegna krossbandaslitsins.
„Ég er hættur að nota fatnað í stærðinni XXL og er kominn niður í XL og er meðal annars byrjaður að nota gamla sundskýlu,“ segir Simic glaður í bragði.


