- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er með mjög gott lið og er bjartsýnn á leikinn gegn Bosníu

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Þetta er fylgifiskur þess að vera landsliðsþjálfari og vera með leikmenn sem eru undir miklu álagi hjá félagsliðum sem keppa á mörgum vígstöðvum. Því miður má alltaf búast við að menn meiðist og séu ekki reiðubúnir þegar landsliðið kemur saman. Vissulega er það slæmt og leiðinlegt en ekkert sem ég gert að. Þess vegna velti ég mér ekkert meira upp úr þessu,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik í samtali við handbolta.is um þrjár breytingar sem hann varð að gera á landsliðshópnum í gær, innan við þremur sólarhringum fyrir viðureignina við Bosníu í 1. umferð undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll á miðvikudaginn.

Ég er engu að síður með mjög gott lið og er bjartsýnn á leikinn gegn Bosníu.

Sjá einnig: Snorri Steinn kallar inn þrjá leikmenn vegna meiðsla – einn nýliði

Bjartsýnn fyrir leikinn

„Ég vissi af meiðslum Sigvalda og Elliði og að svo gæti farið að þeir þyrftu að hætta við. Aron bættist síðan við. Hann meiddist á kálfa síðast þegar hann lék með Veszprém. Svona er þetta bara. Ég er engu að síður með mjög gott lið og er bjartsýnn á leikinn gegn Bosníu,“ sagði Snorri Steinn ennfremur en viðureign Íslands og Bosníu hefst klukkan 19.30 á miðvikudaginn. Um er að ræða fyrsta leik landsliðsins síðan í byrjun maí þegar það mætti og vann landslið Eistlands í tveimur leikjum í umspili HM.

Birgir Már hefur áður verið inni í okkar vangaveltum þegar landsliðið hefur verið valið.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari og Arnór Atlason aðstoðarþjálfari hafa um margt að hugsa næstu daga. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Leitum eftir meiri breidd

Meðal þeirra þriggja sem Snorri Steinn valdi í hópinn í gær í stað þeirra meiddu er Birgir Már Birgisson, hægri hornamaður FH. Hann hefur ekki leikið A-landsleik.

„Það er ekkert leyndarmál að við erum að leita eftir mönnum í hægra hornið. Þar vantar upp á breiddina. Birgir Már hefur áður verið inni í okkar vangaveltum þegar landsliðið hefur verið valið. Ég er viss um að það verður gott fyrir hann og okkur þjálfarana að fá Birgi inn í hópinn, gefa honum tækifæri og leyfa honum að finna nasaþefinn. Eins og dæmin sanna þá veit maður aldrei hvað getur gerst í boltanum. Menn geta meiðst. Þá er gott að hann hafði fengið tilfinningu fyrir landsliðinu og við séð hvar hann stendur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari.

Sjá einnig: „Var skemmtilega óvænt að fá símtalið“

Miðasala á Ísland – Bosnía.

Arnar og Benedikt

Auk Birgis Már var kallað á Arnar Freyr Arnarsson og Benedikt Gunnar Óskarsson inn í hópinn. Arnar Freyr er þrautreyndur landsliðsmaður en Benedikt Gunnar lék sína fyrstu landsleiki í mars á þessu ári gegn Grikkjum í Aþenu þegar landsliðið var þar í æfinga- og keppnisbúðum.

Tíblisi á sunnudaginn

Sem fyrri segir þá hefst viðureign Íslands og Bosníu í Laugardalshöll á morgun miðvikudag klukkan 19.30. Síðari viðureignin í þessari lotu undankeppni EM verður gegn landsliði Georgíu í Tíblisi á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -