- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Er viss um að breytingarnar eru til góða

Aron Pálmarsson lék vel í leikjunum tveimur við Færeyinga. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég var ánægður með leikinn í gær en síður með leikinn í dag. Það var kannski við því að búast að ekki gengi allt upp í vörninni hjá okkur í dag. Við vorum að reyna eitt og annað sem var fyrst æft í vikunni. En svona heilt yfir er ég ánægður með undanfarna daga við æfingar og sigrana tvo,“ sagði fyrirliði landsliðsins í handknattleik, Aron Pálmarsson, í samtali við handbolta.is í eftir síðari sigurleikinn á Færeyingum í Laugardalshöll í kvöld.


„Ég er viss um að þær breytingar sem þjálfararnir eru að koma með inn í hópinn eru góðar. Mér líst vel á þær,“ sagði Aron ennfremur.

Spurður hvort menn væri eitthvað að hlífa sér þegar komið væri heim í tvo vináttuleiki á miðju keppnistímabili sagði Aron svo alls ekki vera.

„Menn gefa ekki kost á sér í landsliðið nema til þess að leggja sig alla fram. Það er enginn að hlífa sér. Allir gera sér grein fyrir hversu mikilvægt það er fyrir okkur að búa okkur vel undir næsta stórmót. Þess vegna skipta æfingavikur og leikir eins og þessir mjög miklu máli.“

Gerum kröfur til okkar

„Við erum með stóran hóp og hrikalega flottan. Það er líka nauðsynlegt ef árangur á að nást því það fylgir mikið álag að fara í gegnum stórmót og ná árangri. Arnór og Snorri sjá vel kostina sem eru í þessum hópi. Við setjum kröfur á okkur og ætlum að ná árangri,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -