- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erfiðleikar í sókninni og 11 marka tap í Cheb

Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæstur í íslenska liðinu gegn Pólverjum með sex mörk. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tapaði með 11 marka mun fyrir pólska landsliðinu í fyrsta leiknum á þriggja liða æfingamóti í Cheb í Tékklandi í kvöld, 26:15. Pólverjar voru sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:9. Sóknarleikurinn varð íslenska liðinu að falli í leiknum en ómögulega gekk að skora mörk að þessu sinni.

Næsti leikur á mótinu verður á morgun gegn tékknesku félagsliði, Házená Kynžvart.

Fyrsti stundarfjórðungur leiksins reyndist íslenska liðinu erfiður. Sóknarleikurinn gekk ekki sem skildi. Mjög mikið var um mistök. Fyrir vikið skoruðu Tékkar mörg mörk eftir hröð upphlaup. Íslenska liðið var mest sjö mörkum undir eftir 14 mínútur, 11:4, og átta mörkum undir, 14:6, að loknum ríflega 20 mínútum. Íslenska liðinu tókst að sækja í sig veðrið síðustu 10 mínúturnar, ekki síst gekk betur að stilla upp í vörn og taka á móti pólsku leikmönnumum.

Andrea Jacobsen skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks, 10:16. Útlitið virtist betra en tveir brottrekstar með skömmu millibili, fyrst á Steinunni Björnsdóttur og síðan á Lilju Ágústsdóttur, sló vopnin aðeins úr höndum liðsins. Sóknarleikurinn reyndist íslenska liðinu áfram þungur í skauti. Áfram dró sundur með liðunum og um miðjan síðari hálfleik var forskot Pólverja átta mörk, 20:12. Svipað var upp á teningnum áfram allt til leiksloka þar sem öflugur markvörður pólska liðsins bætti gráu ofan á svart fyrir íslensku sóknarmennina.

Mörk Íslands: Elín Klara Þorkelsdóttir 6/3, Perla Ruth Albertsdóttir 4/2, Andrea Jacobsen 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 8/1 – Elín Jóna Þorsteinsdóttir 3/2.

Sjá einnig: Þórey Rósa er sú þriðja sem rýfur 400 marka múrinn

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -