- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erfitt hjá okkar mönnum í Frakklandi

Ólafur Andrés Guðmundsson t.v. í leik með Montpellier. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslensku handknattleiksmennirnir sem voru í sviðsljósinu í frönsku 1. deildinni í dag uppskáru lítið þegar upp var staðið. Báðir voru þeir í tapliðum að þessu sinni. Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Montpellier töpuðu með sex marka mun fyrir Toulouse á útivelli, 32:26, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 15:12.

Elvar Ásgeirsson og samherjar hans í Nancy áttu erfitt uppdráttar gegn meisturum PSG í París og töpuðu með 12 marka mun, 38:26. Fimm mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleik, 19:14.

Nancy er neðst í deildinni með fjögur stig en PSG efst með fullt hús stiga. Elvar skoraði þrjú mörk í sjö skotum.


Ólafur Andrés skoraði einu sinni úr eina markskotinu sem hann átti fyrir Montpellier.


Staðan í frönsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -