- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur er hættur störfum

Erlingur Richardsson er hættur að þjálfa karlalandslið Sádi Arabíu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Erlingur Richardsson er hættur þjálfun hollenska karlalandsliðsins í handknattleik. Hollenska handknattleikssambandið segir frá þessu í morgun á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að forsvarsmenn sambandsins telji rétt breytingar verði á og að nýr þjálfari komi til starfa.


Erlingur hefur þjálfað hollenska landsliðið í fimm ár og stýrt því á miklum uppgangstímum. Undir stjórn Eyjamannsins náði landsliðið áður óþekktum árangri og komist í fremstu röð.


Holland vann sér í fyrsta sinn þátttökurétt á EM 2020 og aftur á EM 2022 í Ungverjalandi þar sem liðið sló eftirminnilega í gegn og að flestra mati spútniklið mótsins. M.a. vann hollenska landsliðið það ungverska í upphafsleik EM að viðstöddum 20 þúsund áhorfendum í MVM Dome í Búdapest. Tapið setti svo stórt strik í reikning heimamanna að þeir sátu eftir með sárt ennið að lokinni riðlakeppninni. Höfðu þeir þá einnig tapað fyrir íslenska landsliðinu. Hollenska landsliðið hélt sínu striki og hafnaði í 10. sæti af 24 þátttökuliðum.


Íslenska landsliðið marði sigur á hollenska landsliðinu á EM, 29:28.


Hollenska landsliðið tapaði naumlega í tveimur hörkuleikjum fyrir portúgalska landsliðinu i umspili um sæti á HM í apríl sl.


Ekki kemur fram í frétt á heimasíðu hollenska handknattleikssambandsins hver taki við af Erlingi sem tók við þjálfun liðsins árið 2017.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -