- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur og félagar fengu ekki við neitt ráðið

Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hollenska landsliðið í handknattleik karla, undir stjórn Erlings Richardssonar, tapaði illa fyrir landsliði Slóvena í undankeppni EM í handknattleik í dag en leikið var í Almeri í Hollandi í dag. Eftir góðan fyrri hálfleik þá brusti flóðgáttirnar í síðari hálfleik. Slóvenar gengu á lagið og unnu með 11 marka mun, 34:23. Hollendingar voru marki yfir eftir fyrri hálfleik, 15:14.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.


Hollendingar eru þar með í þriðja sæti fimmta riðils með tvö stig að loknum tveimur leikjum en þeir unnu Tyrki í fyrstu umferð í nóvember. Pólverjar eru í öðru sæti með tvö stig eftir sigur í upphafsleik sínum í undankeppninni í Tyrklandi í dag, 29:24. Slóvenar voru einnig að leika í fyrsta sinn í undankeppninni í dag.


Kay Smits var markahæstur hjá hollenska landsliðinu með átta mörk. Jorn Smits var næstur með fjögur mörk. Þekktasti handknattleiksmaður Hollands í karlaflokki um þessar mundir, Luc Steins liðsmaður PSG í Frakklandi, var ekki með hollenska landsliðinu.


Jure Dolenec og Blaz Janc, leikmenn Barcelona, voru markahæstir Slóvena. Þeir skoruðu sjö mörk hvor. Dragan Gajix og Darko Cingesar skoruðu í fimm skipti hvor.


Eistlendingar kræktu í sín fyrstu stig í undankeppninni í kvöld þegar þeir unnu Bosníumenn, 24:21, í Eistlandi í 2. riðli Leikurinn var hnífjafn þar til á síðustu mínútunum að Eistar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum liðsins. Liðin eru með Þýskalandi og Austurríki í riðli en þau leiddu saman hesta sína fyrr í dag.


Þjóðverjar hafa sex stig eftir þrjá leiki og eru langt komnir með að tryggja sér farseðilinn á EM. Austurríki er með tvö stig eftir tvo leiki, Eistlendingar tvö stig að loknum þremur leikjum en Bosníumenn reka lestina án stiga þegar þeir hafa lokið tveimur leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -