- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erlingur ráðinn til Austurríkis

Erlingur Birgir Richardsson verður með annan fótinn í Austurríki næstu misseri, hið minnsta. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hinn þrautreyndi handknattleiksþjálfari Erlingur Richardsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari hjá akademíu austurríska handknattleiksfélagsins Handball Mödling, skammt frá Vínarborg.

Félagið var sett á laggirnar 2018 af austurrísku handknattleiksmönnunum Stefan Higatzberger og Conny Wilczynski. Hefur það frá upphafi einbeitt sér að þjálfun barna og unglinga með framtíðina í huga. Í Mödling hefur lengst af verið haldið úti öflugasta kvennaliði Austurríkis, Hypo, en með tilkomu Handball Mödling vonast menn til að með tíð og tíma verði rótum skotið undir meistaraflokkslið í karlaflokki.


Tilkynnt var um ráðningu Erlings til félagsins í morgun. „Ég mun leggja línurnar og félagið er að kaupa mína hugmyndafræði sem ég kynni fyrir þjálfurum og leikmönnum,“ sagði Erlingur við handbolta.is. Eins og gefur að skilja er Erlingur afar spenntur fyrir þessu nýja verkefni sem lýtur fyrstu og fremst að uppbyggingu ungmennstarfs og þjálfun. Lítt plægður akur er fyrir handbolta í Austurríki.

Erlingur býr áfram í Vestmannaeyjum en sækir Mödling heim með reglubundnum hætti í sex til sjö lotum yfir æfinga- og keppnistímabilið og verður þá úti í 70 til 80 daga alls.

Starfið er komið til vegna tengsla Erlings í Austurríki en hann þjálfaði fyrir áratug höfuðborgarliðið West Wien áður en hann fluttist til Þýskalands.

Erlingur hefur þjálfað hér á landi um langt árabil, síðast karlalið ÍBV sem varð Íslandsmeistari undir hans stjórn 2023 og silfurverðlaunahafi árið á undan. Auk þess lagði Erlingur grunn að hollenska landsliðinu sem hefur gert sig æ meira gildandi í alþjóðlegum karla handknattleik á undanförnum árum.

Sjá einnig:

Þjálfarar – helstu breytingar 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -