- Auglýsing -
Erlingur Birgir Richardsson tekur á ný við þjálfun karlaliðs ÍBV í sumar eftir tveggja ára hlé. Magnús Stefánsson, sem verið hefur þjálfari karlaliðs ÍBV síðan Erlingur hætti, ætlar að snúa sér að þjálfun kvennaliðs ÍBV þegar Sigurður Bragason lætur gott heita eftir sjö ár í brúnni.
Erlingur stýrði karlaliði ÍBV síðast frá 2018 til 2023 og kvaddi liðið sem Íslandsmeistari. Einnig varð ÍBV bikarmeistari undir stjórn Erlings 2020.
- Auglýsing -