- Auglýsing -
Handknattleikskonan efnilega, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Fram.
Erna Guðlaug hefur verður burðarás í ungmennaliði síðustu ár en hefur verið í vaxandi hlutverki í Olísdeildarliði Fram á yfirstandandi keppnistímabili og tekið þátt í öllum 17 leikjum Fram í deildinni. Einnig var hún með í viðureignum liðsins í Coca Cola-bikarnum.
Erna Guðlaug hefur skorað 12 mörk í Olísdeildinni og 66 mörk í 10 viðureignum með ungmennaliði Fram í Grill66-deildinni.
- Auglýsing -