- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eru Stuttgart og Melsungen að rétta úr kútnum?

Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og Selfyssingur. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

Eftir dauflega byrjun í þýsku 1. deildinni á leiktíðinni þá ráku leikmenn Stuttgart af sér slyðruorðið í dag og lögðu Rhein-Neckar Löwen á heimavelli, 35:30. Þar með er fyrsti sigur liðsins í höfn eftir tap í fjórum fyrstu leikjum tímabilsins. Andri Már Rúnarsson skorað tvö af mörkum Stuttgart og átti eina stoðsendingu.

Viggó Kristjánsson, liðsmaður Stuttgart, er ennþá frá keppni vegna fingurbrots sem hann hlaut í upphafi keppnistímabilsins. Viggó er væntanlegur í slaginn eftir um mánuð.


Ýmir Örn Gíslason tók aðalllega þátt í varnarleik Rhein-Neckar-liðsins og var einu sinni vísað af leikvelli. Löwen hefur ekki farið vel af stað á keppnistímabilinu og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum og féll þar að auki úr leik í Evrópudeildinni á dögunum.


Lukkudísirnar eru e.t.v. eitthvað að snúast á sveif með Íslendingaliðinu MT Melsungen. Í dag vann liðið Hannover-Burgdorf með tveggja marka mun, 25:23, í Hannover. Elvar Örn Jónsson var atkvæðamestur Íslendinganna hjá Melsungen. Hann skoraði fjögur mörk í sjö skotum. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk í tveimur skotum og var auk þess vísað af leikvelli í tvígang. Alexander Petersson skoraði ekki mark að þessu sinni.


Heiðmar Felixson var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


Önnur úrslit í þýsku 1.deildinni í dag og í gær:
THW Kiel – GWD Minden 34:25.
Füchse Berlin – Erlangen 35:30.
TuS N-Lübbecke – Flensburg 17:34.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -