- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Erum að fara í úrslitaleik“

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fylgist íbygginn á svip með leik landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þetta er gríðarlegar mikilvægur leikur fyrir okkur. Það skiptir miklu máli að fá úrslitaleik fá úrslitaleik á heimavelli með það að markmiði að vinna. Við erum að fara í úrslitaleik sem er holl og mikilvæg reynsla fyrir liðið á þeirri leið sem við erum á,“ segir Arnar Pétursson landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik um stórleikinn í við Færeyinga í lokaumferð Evrópumótsins í handknattleik sem fram fer á Ásvöllum í dag og hefst klukkan 16. Frítt er inn á leikinn í boði Icelandair.


Úrslit leiksins ráða því hvort liðið hreppir hið eftirsóknarverða annað sæti riðilsins sem innsiglar þátttökurétt í lokakeppni Evrópumótsins. Ísland hefur ekki verið með í lokakeppni EM í 12 ár.

Perla Ruth Albertsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eru klárar í slaginn á Ásvöllum í dag ásamt öðrum landsliðskonum. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Slagur um annað sætið

„Þessi leikur er slagur um annað sæti riðilsins sem skiptir mjög miklu máli fyrir okkur upp á vera í betri stöðu fyrir lokakeppnina. Eftir því sem við fáum betri riðil í lokakeppninni aukast líkurnar á að komast upp í milliriðil. Allt hjálpar það okkur svo varðandi HM í framtíðinni þar sem við höfum verið í neðri styrkleikaflokki,“ segir Arnar sem hefur verið landsliðsþjálfari í nærri fjögur ár sem hefur farið vel yfir leik Færeyinga sem töpuðu með aðeins fjögurra marka mun fyrir Svíum í Þórshöfn á miðvikudagskvöld, 31:27.

Lið í blússandi sókn

„Rétt eins og með karlalið Færeyinga þá er um að ræða lið sem skipað er ungum leikmönnum sem eru í blússandi sókn. Leikurinn við Svía í Þórshöfn á fimmtudaginn var mjög öflugur af hálfu færeyska liðsins. Þess vegna bíður okkar krefjandi verkefni eins og alltaf,“ sagði Arnar Pétursson landsliðsþjálfari sem hvetur landsmenn til þess að fjölmenna á leikinn á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Sjá einnig„Við ætlum að sækja sigur á Ásvelli“

Steinunn kölluð inn í hópinn fyrir leikinn við Færeyjar

EM kvenna ’24: Úrslit og staðan fyrir lokaumferðina

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -