- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Við ætlum að sækja sigur á Ásvelli“

Berglind Þorsteinsdóttir er klár í slaginn með landsliðinu í dag í leiknum við Færeyinga. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Færeyska liðið er mjög gott. Það sást best í leik þess við Svía á miðvikudaginn þegar sænska landsliðið vann nauman sigur. Við verðum að mæta mjög vel upplagðar í leikinn. Margir leikmenn færeyska liðsins eru leiftursnöggir og erfiðir viðureignar,“ segir Berglind Þorsteinsdóttir varnarjaxl íslenska landsliðsins í handknattleik kvenna.

Leikur Íslands og Færeyja fer fram á Ásvöllum í dag og hefst klukkan 16. Ókeypis aðgangur er leikinn í boði Icelandair.


Berglind og stöllur sjá fram á hörkuleik við Færeyinga í lokaumferð undankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið þarf á sigri á halda eða jafntefli til að gulltryggja annað sæti riðilsins og þar með vera í sterkari stöðu þegar dregið verður í lokakeppni EM.

Berglind og Sunna Jónsdóttir og stöllur hafa vonandi ástæðu til þess að fagna ríkulega á Ásvöllum í dag. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Viljum annað sætið

„Úrslit leiksins skipta gríðarlegur máli því þótt við séu á barmi þess að vera komnar á EM þá verðum við að klára þennan leik. Við viljum annað sætið í riðlinum og verðum helst að vinna til þess að það verði niðurstaðan.

Annað sæti riðilsins hefur mikið að segja þegar dregið verður í riðla lokakeppni EM. Árangurinn á EM mun síðan hafa geta haft mikið að segja varðandi þátttökurétt á næsta heimsmeistaramóti. Við ætlum að sækja sigur á Ásvelli,“ segir Berglind ákveðin og bætir við ákalli til Íslendinga að láta sig ekki vanta á Ásvelli klukkan 16 í dag en frítt verður inn í boði Icelandair.

Fyllum Ásvelli!

„Það væri frábært að fylla á Ásvelli. Leikurinn skiptir okkur mjög miklu máli þess vegna væri frábært að fá meiriháttar stuðning í leiknum. Það er bara gaman að nýta stemninguna. Ég hlakka til,“ segir Berglind Þorsteinsdóttir landsliðskona ákveðin í samtali við handbolta.is.

Sjá einnig:
Frítt inn á landsleikinn – kvennalandsliðið tryggir sér farseðil á EM

Liðin í öðrum, þriðja, sjötta og sjöunda riðli standa best að vígi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -