- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum að fara úrslitaleik í framhaldið á EM

Létt var yfir Snorra Steini landsliðsþjálfara fyrir æfingu landsliðsins í gær. Hér ræðir hann við gamlan samherja úr Vals og íslenska landsliðinu, Einar Örn Jónsson fréttamann RÚV. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Við erum að fara að mæta frábæru liði,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is um væntanlega viðureign við Ungverja í kvöld í síðustu umferð C-riðils Evrópumótsins í handknattleik í München í Þýskalandi. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.

Tvö stig, núll eða heim?

Úrslitin munu ráða miklu um framhaldið hjá íslenska landsliðinu á mótinu. Í versta falli kveður landsliðið mótið í kvöld en í besta falli tekur það tvö stig með sér í milliriðlakeppnina sem hefst í Köln á fimmtudaginn. Áður en íslenska landsliðið mætir Ungverjum liggur fyrir hvernig viðureign Serba og Svartfellinga fer sem getur ráðið miklu um örlög íslenska landsliðsins. Vinni Svartfellingar eða að jafntefli verður í viðureigninni verður íslenska landsliðið komið áfram í milliriðlakeppni mótsins. Þá mun spurningin snúast um hvorum megin hryggjar stigin tvö falla, Íslandsmegin eða Ungverjalandsmegin.

Bence Banhidi línumaður Ungverja að skora hjá Vladimir Cupara markverði Serba. Mynd/EPA

Snýst allt um línumanninn

„Það hefur aldrei verið sama plan tvisvar og því ljóst að við munum gera áherslubreytingar á okkar leik. Hjá Ungverjum snýst sóknarleikurinn mjög um línumanninn [Bence Bánhidi]. Hann skorar mikið og skapar mörg færi þess utan. Ég er ekkert hræddur við að hann skori nokkur mörk. Við þurfum bara að bjóða upp á ákveðna hluti og loka á aðra. Sjá hvort við getum ekki nýtt okkur það frekar en hitt,“ sagði Snorri Steinn.

Eigum inni dúndurframmistöðu

Snorri Steinn sagðist vera ánægður með þau svör sem hann fékk frá leikmönnum varðandi sóknarleikinn í viðureigninni við Svartfellinga. „Við fórum illa með mörg dauðafæri en skoruðum samt 31 mark. Samt komu kaflar sem við féllum aðeins úr takti.

Við eigum inni að hitta á eina dúndurframmistöðu,“ sagði Snorri Steinn.

Snýst um stigin og framhaldið á EM

Þjálfarinn reiknar ekki að það trufli einbeitingu leikmanna að vita úrslitin í viðureign Svartfellinga og Serba sem hefst klukkan 17. Hugsanlega verður íslenska liðið komið í milliriðil áður leikurinn við Ungverja hefst.

„Við mætum í keppnishöllina og það mun ekki fara framhjá okkur hvað er að gerast í hinum leiknum og hver úrslitin verða. Ef við verðum komnir áfram þegar leikurinn við Ungverja hefst þá breytist ekki sú staðreynd að stigin tvö sem við viljum taka með okkur í milliriðil verða í boði fyrir sigurliðið í okkar leik. Við erum að fara úrslitaleik um að vinna riðilinn og framhaldið í mótinu. Þannig lít ég á leikinn, öðru fremur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla í samtali við handbolta.is í München.

Lengri hljóðritaða útgáfu af viðtalinu er að finna hér fyrir neðan.

Þið hafið verið saman á kaffihúsi

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -