- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum ekki ennþá komnir í jólafrí

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals gefur skipanir. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


„Það var gott að fá aðeins níu mörk á okkur í síðari hálfleik. Þá kom smá karakter í þetta hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að Valur náði að komast í átta liða úrslit Poweradebikarsins með þriggja marka sigri á Gróttu, 29:26, í N1-höllinni á Hlíðarenda. Valur var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17:13.

Alveg óþarfi

„Við vorum sjálfum okkur verstir í fyrri hálfleik og alveg óþarfi fyrir okkur að fá á okkur 17 mörk. Mér fannst Grótta verðskulda að vera yfir í hálfleik en kannski ekki fjögurra marka forskot. Í síðari hálfleik lifnaði yfir vörninni hjá okkur og Björgvin fylgdi með,“ sagði Óskar Bjarni.

Minnti ekki á bikarleik

„Leikurinn minnti oft ekki á viðureign í 16-liða úrslitum í bikarkeppninni. Okkur tókst aðeins að kveikja á okkur í síðari hálfleik. Í bikarnum þarf maður bara að vinna leikina. Stundum er maður ekkert spes en vinnur. Við vorum geggjaðir í úrslitaleiknum í fyrra. Mitt lið er oft best á dúknum í úrslitaleik,“ sagði Óskar Bjarni sem á fyrir höndum viðureign við Fram í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í næstu viku. Áður en að þeirri viðureign kemur mætir Valsliðið Stjörnunni í Olísdeildinni á föstudag á heimavelli.

Kreistum fram baráttu og gleði

Óskar Bjarni viðurkenndi að síðustu leikir Vals hafa ekki verið sérstaklega góðir af hálfu liðsins. „Við höfum þurft að kreista fram baráttu og gleði og ekki verið sannfærandi í síðustu þremur leikjum. Við erum ekki komnir í jólafríi, við verðum að klára tvo síðustu leikina almennilega. Eins og í kvöld þá er til skammar að vera fjórum mörkum undir í hálfleik í bikarleik,“ sagði Óskar Bjarni sem gladdist þó yfir að vera kominn í átta liða úrslit í Poweradebikarnum.

Nánar er rætt við Óskar Bjarna í myndskeiði í þessari grein.

Bikarmeistararnir skriðu áfram í átta liða úrslit

Þeir gerðu það sem ég bað þá um

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -