- Auglýsing -
- Auglýsing -

Erum orðnar mjög góðar vinkonur

- Auglýsing -

„Þetta verður erfiður leikur en við erum mjög spenntar fyrir honum,“ sagði Lilja Ágústsdóttir einn leikmanna U20 ára landsliðs kvenna í handknattleik þegar handbolti.is rabbaði við hana eftir æfingu landsliðsins í Boris Trajkovski íþróttahöllinni í Skopje í Norður Makedóníu í kvöld.

Klukkan 16 á morgun mætir íslenska liðið liði Ungverja sem vann Evrópumót 19 ára landsliða í fyrra og hefur til þessa unnið allar fimm viðureignir sínar á HM á sannfærandi hátt.

Lilja og stöllur höfðu nýlokið við að fara yfir helstu atriði leiksins á morgun undir stjórn þjálfaranna Ágústs Jóhannssonar og Árna Stefáns Guðjónssonar. Innan við sólarhringur er í viðureignina við Ungverja á HM en niðurstaða hans sker úr hvort liðið kemst í undanúrslit á HM.

„Við ætlum að gera allt til þess að koma þeim á óvart. Pressan er öll á þeim. Okkur langar ógeðslega mikið að vinna og komast áfram í undanúrslit. Til þess verðum við að eiga toppleik, takist að töfra fram toppleik þá eigum við fullan séns í ungverska liðið,“ sagði Lilja ákveðin.

„Þær refsa mjög fyrir öll mistök og þess vegna verðum við að passa mjög vel upp á boltann, ekki færa þeim boltann á silfurfati,“ sagði Lilja ennfremur.

Lilja segir hópinn sem er í U20 ára landsliðinu hafi verið saman undanfarin þrjú til fjögur ár á stórmótum. „Við höfum jafnt og þétt styrkst. Þetta er orðinn mjög góður hópur auk þess sem við erum orðnar mjög góðar vinkonur. Það finnst mér skipta mjög miklu máli,“ sagði Lilja Ágústsdóttir.

Lengra myndskeiðsviðtal við Lilju er að finna í efst í þessari frétt.

Leikur Íslands og Ungverjalands á HM á morgun hefst klukkan 16. Handbolti.is er í Skopje og fylgist með leiknum í textalýsingu auk þess sem hlekkur verður á streymi frá viðureigninni auk viðtala í kjölfar viðureignarinnar.

HMU20: Dagskrá og úrslit síðustu leikdagana

Yngri landslið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -