- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Esbjerg sótti stig til Dortmund – Norðurlandaslagur á Fjóni

Mia Rej leikmaður Odense að skora eitt sjö marka sinna gegn Vipers á síðasta sunnudag. Mynd/Axel Helgi
- Auglýsing -

Fjórir leikir voru á dagskrá í gær í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna og þar með lauk sjöundu umferð. Í A-riðli tók Dortmund á móti Esbjerg þar sem að gestirnir höfðu betur 32-39. Danska liðið, sem var ekki líklegt til afreka í riðlinum í upphafi leiktíðar, hefur heldur betur snúið við blaðinu.

Það hefur unnið fimm leiki af sjö er og er í öðru sæti riðilsins með 11 stig.
Í B-riðli áttust CSKA og Krim við í Rússlandi þar sem að Barbara Arenhart markvörður Krim átti góðan leik og réði frammistaða hennar e.t.v. mestu um að liðin skildu jöfn, 21-21.


Metz heldur öðru sætinu í B-riðli eftir sigur á Sävehof, 31-28. Þetta var jafnframt fjórði sigur franska liðsins á útivelli á leiktíðinni.


Það var svo boðið uppá Norðurlandaslag þegar að ríkjandi Evrópumeistarar í Vipers heimsóttu Odense. Vipers vann, 32-27, og var þetta annar sigurleikur Vipers í röð á útivelli.

Úrslit gærdagsins

A-riðill:


Dortmund 29-32 Esbjerg (14-20).

  • Esbjerg lék frábærlega í fyrri hálfleik. Liðið skoraði 20 mörk og hefur aðeins einu sinni áður skorað jafn mörg mörk í fyrri hálfleik í Meistaradeildarleik.
    Dortmund svaraði fyrir sig með 7-0 kafla í byrjun síðari hálfleiks og komst yfir, 21:20.
  • Vilde Mortensen Ingstad leikmaður Esbjerg skoraði átta mörk í leiknum Hún hafði aðeins skorað þrjú mörk í sex fyrstu viðureignum liðsins í keppninni.
  • Með aðeins einu tapi í fyrstu sjö leikjum sínum hefur Esbjerg náð að bæta sinn besta árangur í Meistaradeildinni til þessa.
  • Dortmund, sem fór vel af stað í riðlakeppninni, hefur aðeins fatast flugið að undanförnu. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum.

B-riðill:


CSKA 21-21 Krim (11-12).

  • Mörk frá Tjasö Stanko og markvarsla frá Barböru Arenhart komu Krim í fjögurra marka forystu, 12-8 eftir 27 mínútur. Leikmönnum CSKA tókst að minnka muninn niður í eitt mark, 12-11, áður en flautað var til hálfleiks.
  • Heimakonur voru skrefi á eftir mest allan leikinn en tókst loks að jafna, 18-18, með tveimur mörkum í röð frá Söru Ristovsku.
  • Rússneska liðið náði forystunni, 20-18. Katarina Krpez-Slezak jafnaði metin fyrir Krim, 21-21, þegar um tvær mínútur voru eftir.
  • Sara Ristovska, sem lék með Krim tímabilið 2018/19, var markahæst í liði CSKA með fimm mörk. Hjá Krim var Tjasa Stanko atkvæðamest með sjö mörk.
  • Þetta var fyrsta jafnteflið í B-riðli á þessari leiktíð. CSKA er nú með sjö stig en Krim er með þrjú.

Sävehof 28-31 Metz (12-15).

  • Góð frammistaða hjá Wilmu Kroon Andersson markverði Sävehof í fyrri hálfleik kom í veg fyrir að franska liðið var ekki nema þremur mörkum yfir í hálfleik.
  • Sex mínútum fyrir leikslok hafði Metz sjö marka forystu, 30-23. Með góðum 5-0 endaspretti náðu heimakonur að laga stöðuna.
  • Astride N’gouan varð markahæst í liði Metz en hún skoraði átta mörk úr níu skotum.
  • Franska liðið hefur nú 10 stig í öðru sæti en á möguleika á að bæta við stigum þegar það mætir CSKA á miðvikudaginn í leik sem frestað var í fyrstu umferð.
  • Þetta var 147. leikur Metz í Meistaradeildinni.
Liðsmenn Odense Håndbold stilla sér upp fyrir leikinn. Mynd/Axel Helgi


Odense 27-32 Vipers (15-17).

  • Ana Debelic skoraði fimm mörk fyrir Vipers í fyrri hálfleik.
  • Góður leikur hjá Noru Mørk í seinni hálfleik gerði það að verkum að Vipers náði sex marka forystu, 26-20, undir miðjan seinni hálfleik.
  • Mørk og Debelic skoruðu sjö mörk hvor fyrir Vipers en Mia Rej skoraði einnig sjö mörk fyrir Odense.
  • Liðin eru jöfn að stigum, með átta hvort, í riðlinum. Vipers er í þriðja sæti, þökk sé betri markatölu.
  • Odense tókst ekki að skora sitt 1.000. mark í Meistaradeildinni í leiknum. Þrjú mörk vantar upp á.
Nokkur hópur Norðmanna setti svip sinn á leikinn í Óðinsvéum í gær. Mynd/Axel Helgi
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -