- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eva Björk hefur skrifað undir nýjan samning

Eva Björk Davíðsdóttir hefur á ný samið við Stjörnuna. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Eva Björk Davíðsdóttir hefur gert nýjan samning við handknattleiksdeild Stjörnunnar til næstu tveggja ára, eða út leiktíðina í sumarbyrjun 2026. Eva Björk hefur verið ein kjölfesta Stjörnuliðsins síðan hún kom til félagsins sumarið 2020 og var m.a. fjórða markahæst í Olísdeildinni í vetur með 115 mörk í 21 leik.

Lék á Norðurlöndunum

Eva Björk lék upp yngri flokkana með Gróttu og upp í meistaraflokk. Hún var í Íslandsmeistaraliði Gróttu 2015 og 2016. Eva Björk fór til Noregs og lék með Sola í Stavangri. Eftir dvölina hjá Sola gekk hún til liðs við Ajax í Kaupmannahöfn og þaðan lá leiðin til Skuru IK Handboll í Svíþjóð.
Eva Björk hefur leikið 42 A-landsleiki.

„Eva Björk er öflugur leikmaður sem ég hlakka til að vinna með næstu tvö árin. Hún hefur reynslu af því að spila erlendis og svo með íslenska landsliðinu sem á eftir að nýtast okkur vel, ég er sannfærður um að hún á eftir að spila vel,“ segir Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -