- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eva Dís gengur til liðs við Stjörnuna

Eva Dís Sigurðardóttir hefur söðlað um og gengið til liðs við Stjörnuna. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Eva Dís Sigurðardóttir, markvörður, hefur gengið til liðs við Stjörnuna og leikur með liðinu í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Stjarnan tilkynnti um komu markvarðarins til félagsins í dag.

Eva Dís á að koma í stað Tinnu Húnbjargar Einarsdóttur sem er hætt eftir að hafa leikið með Stjörnunni í hálft annað ár.


Eva Dís, sem er 21 árs gömul, hefur leikið með Aftureldingu frá barnæsku. Hún hefur verið aðalmarkvörður Aftureldingar síðustu ár, jafnt í Olísdeildinni og í Grill66-deildinni.


Eva Dís var valin í æfingahóp A-landsliðsins í febrúar 2021. Einnig á hún leiki með yngri landsliðunum.

Afturelding féll úr Olísdeildinni í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -