- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópuævintýrið er skemmtilegt

Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka. Ljósmynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -


„Evrópuævintýrið er skemmtilegt. Það ríkir eftirvænting á meðal okkur fyrir að taka þátt í fleiri leikjum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is eftir að dregið var í 16-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar á föstudaginn. Haukar, sem unnu Coks frá Finnlandi og Kür frá Aserbaísjan í tveimur fyrstu umferðum keppninnar, drógust gegn RK Jeruzalem frá Ormoz í Slóveníu í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í febrúar.


Haukar eiga fyrri viðureignina á heimavelli 15. eða 16. febrúar. Síðari leikurinn verður viku síðar í Ormoz ef félögin koma sér ekki saman um að leika báða leiki annað hvort á Ásvöllum eða ytra.

Styttra ferðalag

„Við eigum í það minnsta styttra ferðalag fyrir höndum en í síðustu umferð,“ sagði Ásgeir Örn sem fór með sveit sína í 10 þúsund km ferðlag til að leika í 32-liða úrslitum við Kür í Aserbaísjan fyrir rúmri viku.

Getum unnið hvaða lið sem er

„Ég þekki lítið til þessa liðs enda er nýbúið að draga og enn tveir mánuðir í leikina. Okkar markmið er að halda áfram að gera það gott í Evrópukeppninni og njóta þess að vera með. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Við getum unnið hvaða lið sem er í þessari keppni,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson ennfremur.

Fyrir utan langt ferðalag lét Ásgeir Örn vel að verunni í Mingechevir í Aserbaísjan um síðustu helgi. Vel hafi verið tekið á móti Haukaliðinu og ágætlega hafi farið um alla þá fjóra sólarhringa sem dvalið var í landinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -