- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Evrópumeistararnir eru óstöðvandi og Kolstad lagði Füchse – myndskeið

- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu tíunda leikinn í röð á þessari leiktíð Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þeir lögðu ungversku bikarmeistarana Pick Szeged, 40:32, á heimavelli eftir að hafa verið sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:13. Með sigrinum endurheimti Magdeburg eitt efsta sæti B-riðils Meistaradeildar með 20 stig en Barcelona hafði jafnað Magdeburg að stigum með sigrinum á PSG í fyrrakvöld, 38:33.


Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur hjá Magdeburg með sex mörk. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og átti einnig þrjár stoðsendingar. Elvar Örn Jónsson skoraði tvisvar og gaf tvær stoðsendingar.

Fjögur mörk hjá Janusi

Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Pick Szeged á sínum fyrri heimavelli í Magdeburg en Janus Daði lék með liðinu leiktíðina 2023/2024. Janus Daði virðist kominn á gott skrið eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í nokkrar vikur í haust og í byrjun vetrar.

GOG vann í Póllandi

Danska liðið GOG vann góðan sigur á pólsku meisturunum, Wisla Plock, 35:34, í Póllandi. GOG færðist upp í 5. sæti B-riðils með átta stig og sendi franska meistaraliðið niður í sjötta sæti, tveimur stigum á eftir.

Lifnaði yfir Kolstad

Í A-riðli reis norska liðið Kolstad upp eins og fuglinn Fönix og gerði sér lítið fyrir og vann þýsku meistarana, Füchse Berlin, 28:24, í Þrándheimi. Þetta var fyrsta tap Berlínarliðsins í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu. Um leið var þetta annar vinningur Kolstad sem er næst neðst í riðlinum.


Fimm öfluga leikmenn vantaði í lið Füchse Berlin að þessu sinni, m.a. Mathias Gidsel og markvörðinn Dejan Milosavljev.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Kolstad í leiknum. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark. Sigurjón Guðmundsson markvörður kom ekkert við sögu enda er Andreas Palicka mættur á ný í markið eftir fjarveru vegna meiðsla. Miklu munaði um Palicka í gær með 38% hlutfallsmarkvörslu.

Bjarki Már í hópnum

Bjarki Már Elísson var í leikmannahópi One Veszprém eftir hlé vegna meiðsla. Hann skoraði ekki í gær þegar liðið vann Sporting Lissabon með minnsta mun á heimavelli, 32:31, í A-riðli.


Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Sporting með átta mörk, öll úr vítaköstum. Nýting hans var fullkomin.

Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar eftir 10 umferðir af 14:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -