- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir náðu efsta sæti í lokaumferðinni

Janus Daði Smárason leikmaður Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg náðu efsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu þegar 14. og síðasta umferðin fór fram í gærkvöld. Magdeburg vann ungversku meistarana Veszprém, 30:28, í Veszprém. Um líkt leyti tapaði Barcelona, sem var í efsta sæti riðilsins, á heimavelli fyrir Montpellier, 37:24.

Magdeburg og Barcelona sitja yfir í fyrstu umferð útsláttarkeppni Meistaradeildar en mæta til leiks í átta liða úrslit eins og Kiel og Aalborg Håndbold sem hrepptu tvö efstu sæti A-riðils þar sem keppni lauk á miðvikudagskvöld.

Wisla Plock lagði Porto, 29:28, varð þar með alveg öruggt um sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Porto er þar með úr leik eins og Celje frá Slóveníu sem tapaði fyrir GOG, 34:30, í gær.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg gegn Veszprém í gær. Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt. Bjarki Már Elísson skoraði eitt mark fyrir Veszprém.

Í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar mætast:
Pick Szeged - Veszprém.
Wisla Plock - PSG.
HG Zagreb - Montpellier.
GOG - Industria Kielce.
- Leikið verður 27. og 28. mars og 3. og 4. apríl.
- Sigurliðin fara í átta liða úrslit með THW Kiel, Aalborg Håndbold, SC Magdeburg og Barcelona.

Lokastaðan í B-riðli:

SC Magdeburg141202439:38424
Barcelona141103473:40922
Veszprém141004489:43620
Montpellier14707411:39614
GOG14617429:44513
Wisla Plock14518376:38611
Porto144010409:4808
Celje140014400:4900
  • Efstu tvö liðin fara beint í átta liða úrslit.
  • Liðin í þriðja til og með sjötta sæti taka sæti í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar og mæta liðum úr B-riðli. Keppni í B-riðli lýkur annað kvöld (fimmtudag).
  • Tvö neðstu liðin eru úr leik í Meistaradeildinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -