- Auglýsing -
- Auglýsing -

Evrópumeistararnir töpuðu í Danmörku

Leikmenn Ikast gerðu Evrópumeisturunum skráveifu í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Það var heldur betur fjör í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í handknattleik þegar að átta leikir fóru fram, fimm á laugardegi og þrír á sunnudegi.


Danska liðið Ikast kom heldur betur á óvart þegar að það lagði Evrópumeistara í Vipers að velli, 30 – 26. Á sama tíma tapaði ungverska liðið FTC með hvað mestum mun í næstum sjö ár í deild þeirra bestu, 25-38, fyrir Metz á Búdapest. Nýliðar Lubin áttu erfitt uppdráttar gegn Krim og töpuðu með átján marka mun.
Rúmensku meistararnir í CSM Búkarest höfðu betur gegn Odense, 28 – 24, en nýliðarnir í DVSC Schaeffler unnu í annað sinn í sögu sinni í Evrópukeppni. DVSC lagði sænsku meistarana, Sävehof, 32 – 29.

Í dag var danska meistaraliðið Esbjerg það eina sem vann leik á heimavelli. Esbjerg lagði Rapid frá Búkarest. Sandra Toft markvörður Györ bjargaði báðum stigunum fyrir ungverska liðið þegar hún varði lokaskot franska liðsins Brest í 24 – 23 sigri Györ. Lokaleikur dagsins var viðureign Buducnost og Bietigheim. Síðarnefnda liðið vann, 27 – 22.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:
CSM Búkarest 28 – 24 Odense (16 – 10).
DVSC Schaeffler 32 – 29 Sävehof (18 – 13).
Buducnost 22 – 27 Bietigheim (10 – 11).
Brest 23 – 24 Györ (14 – 16).

B-riðill:
Ikast 30 – 26 Vipers (12 – 12).
FTC 25 – 38 Metz (13 – 19).
Lubin 18 – 36 Krim (6 – 19).
Esbjerg 30 – 28 Rapid Búkarest (16 – 12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -