- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjakonur að komast á flug

Birna Berg Haraldsdóttir leikur ekki með ÍBV í dag gegn Stjörnunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍBV-liðið virðist vera að komast á flug aftur í Olísdeild kvenna því aðra helgina í röð vinnur liðið leik og að þessu sinni var það efsta lið deildarinnar, Fram, sem varð að sætta sig við að fara tómhent frá heimsókn sinni til Vestmannaeyja. ÍBV vann með tveggja marka mun, 26:24. ÍBV var marki yfir eftir fyrri hálfleik, 12:11.


ÍBV hefur þar með 13 stig eftir 11 leiki, eins og Valur. Fram er í öðru sæti með 16 stig, stigi á eftir KA/Þór sem situr eitt á toppnum.


ÍBV byrjaði leikinn betur í dag en Framliðið vann sig jafnt og þétt inn í leikinn svo aðeins munaði marki í hálfleik. Síðari hálfleikur var jafn en frumkvæðið var frekar Eyjakvenna ef eitthvað var. Þegar upp var staðið var sigur ÍBV sanngjarn og líklegt að liðð hafi náð vopnum sínum á nýjan leik eftir erfiða byrjun eftir áramótin.


Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Ásta Björt Júlíusdóttir 7/5, Elísa Elíasdóttir 4, Sunna Jónsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Birna Berg Haraldsdóttir 2.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 12, 34,3% – Darja Zecevic 0.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Karen Knútsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Unnur Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 6, 33,3% – Katrín Ósk Magnúsdóttir 5, 26,3%.

Öll tölfræði leiksins hjá HB Statz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -