Eftir sigur Stjörnumanna á Íslands- og bikarmeisturum Vals síðasta föstudag kipptu leikmenn ÍBV þeim niður á jörðina í kvöld í viðureign liðanna í 16. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir hálfleik, 13:11, þá sneru Eyjamenn taflinu við í síðari hálfleik og unnu öruggan þriggja marka sigur, 26:23.
Með sigrinum stökk ÍBV liðið upp í fjórða sæti Olísdeildarinnar með 18 stig eftir 14 leiki. Stjarnan féll niður um eitt sæti niður í það fimmta. ÍBV er stigi á eftir Aftureldingu, á tvo leiki til góða.
Í upphafi leiksins var fátt sem benti til þess að ÍBV færi með bæði stigin úr heimsókn sinni í Garðbæ. Stjarnan skoraði níu af fyrstu 10 mörk leiksins. Það blés þar með ekki byrlega fyrir ÍBV-liðinu eftir 12 mínútur. Eyjamenn hafa hinsvegar áður snúið vörn í sókn. Sú varð raunin að þessu sinni. Í hálfleik var forskot Stjörnunnar komið niður í tvö mörk, 13:11.
Minnti upphafskaflinni e.t.v. nokkuð á leik KA og Stjörnunnar í KA-heimilinu í haust. Þá byrjaði Stjarnan einnig af gríðarlegum krafti sem fjaraði út þegar á leið leikinn.
Mörk Stjörnunnar: Starri Friðriksson 7/2, Tandri Már Konráðsson 6, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Hergeir Grímsson 2, Pétur Árni Hauksson 1, Björgvin Þór Hólmgeirsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 14/1 38,9% – Arnór Freyr Stefánsson 1/1, 25%.
Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 8, Elmar Erlingsson 7/5, Theodór Sigurbjörnsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2/2, Janus Dam Djurhuus 1, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 8, Pavel Miskevich 2.