- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn lögðu stein í götu Valsara

Sigtyggur Daði Rúnarsson og félagar í ÍBV voru öflugir. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Leikmenn ÍBV fóru hressilega af stað í fyrsta leik sínum í Olísdeild karla í handknattleik á þessu ári er þeir tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í Vestmannaeyjum. Valsmenn hefðu með sigri komist upp að hlið FH og Hauka í efsta sæti deildarinnar. Eyjamenn sáu til þess að svo varð ekki. Þeir lögðu Valsmenn, 28:26, og svöruðu þar með fyrir tap í fyrri viðureign liðanna sem fram fór í Origohöll Valsmanna í haust.


ÍBV var marki yfir að loknum fyrri hálfleik. Eyjaliðið var síðan með frumkvæðið allan síðari hálfleikinn að því undanskildu að Valur jafnaði 21:21, þegar um stundarfjórðungur var liðinn.


ÍBV skaust upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið er þremur stigum á eftir FH og Haukum þegar 14 umferðir eru að baki.


Sigtryggur Daði Rúnarsson og Petar Jankovic, markvörður, léku sérlega vel fyrir ÍBV. Sigtryggur skoraði níu mörk í 11 skotum og skapaði tvö marktækifæri. Jankovic var með 42% markvörslu á sama tíma og markverðir Vals náðu ekki að sýna sínar bestu hliðar. Rúnar Kárason lék einnig stórthlutverk hjá ÍBV. Hann var maðurinn á bak við sex marktækifæri auk þess að skora þrisvar sinnum.


Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 9/2, Dánjal Ragnarsson 4, Friðrik Hólm Jónsson 4, Rúnar Kárason 3, Theodór Sigurbjörnsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Sveinn Jose Rivera 1, Róbert Sigurðarson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 18/3, 41,9%.

Mörk Vals: Arnór Snær Óskarsson 7/4, Finnur Ingi Stefánsson 6/1, Vignir Stefánsson 4, Benedikt Gunnar Óskarsson 3/1, Stiven Tobar Valencia 2, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 8, 26,7% – Sakai Motoki 1, 14,3%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Stöðu og næstu leiki í Olísdeild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -