- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn sektaðir og þjálfari Selfoss á yfir höfði sér bann

Stuðningsmenn ÍBV. Ekki skal sagt um hvort þessir hafi farið yfir strikið eða ekki. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Á fundi aganefndar HSÍ á þriðjudaginn var Handknattleiksdeild ÍBV sektuð um 25 þúsund krónur vegna hegðunar stuðningsmanna ÍBV í leik FH og ÍBV í úrslitakeppni Olísdeildar karla. Var það gert í framhaldi af erindi sem aganefnd barst nokkrum dögum áður og sagt hefur verið frá á handbolti.is. ÍBV fékk tækifæri til að bera í bætifláka fyrir stuðningsmenn sína áður en aganefnd felldi úrskurð.

„Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum. Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.

Með vísan til alls framangreinds, og mikilvægi íþróttamannslegrar háttsemi jafnt utan vallar sem innan, telur aganefnd að mál þetta varði sektum gagnvart handknattleiksdeild ÍBV. Telur aganefnd með hliðsjón af atvikum málsins að sú sekt sé hæfilega ákvörðuð að fjárhæð kr. 25.000,- vegna þessa,“ segir í fundargerð aganefndar frá 7. maí sem lesa má hér.

Þjálfari Selfoss fékk útilokun

Í fundargerðinni kemur ennfremur fram að Carlos Martin Santos þjálfari Selfoss hafi hlaupið á sig eftir leik Selfoss U – ÍH í 2. deild karla 30. apríl og m.a. hlotið útilokun. Málið var ekki afgreitt á fyrrgreindum fundi 7. maí en ekki er útilokað að Carlos verði úrskurðaður í einn eða fleiri leiki í bann.

Handknattleikdeild Selfoss fékk tækifæri til þess að koma þjálfara sínum til varnar áður en aganefnd fellir lokaúrskurð í málinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -