ÍBV vann öruggan sigur á Stjörnunni, 29:22, í viðureign liðanna í 13. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld. ÍBV var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:12. Eyjamenn fóru þar með syngja úr Garðabæ og alla leiðina í Herjólf með stigin tvö í farteskinu.
Með sigrinum komst ÍBV upp að hlið FH í stigum talið. Hvort lið hefur 16 stig í fimmta og sjötta sæti deildarinnar. FH leikur í kvöld gegn Val í Kaplakrika. Flautað verður til leiks klukkan 19.30.
Stjarnan situr föst í 7. sæti með 10 stig eins og Fram er sækir Þór heim á morgun.
Leikurinn í Hekluhöllinni var jafn fyrsta stundarfjórðunginn. Eftir að ÍBV skoraði þrjú mörk í röð og komst yfir, 9:6, voru Eyjamenn með yfirhöndina. Í hálfleik var forskot ÍBV fjögur mörk, 16:12.
Tíu mínútum fyrir leikslok hafði ÍBV fimm marka forskot, 25:20, eftir að hafa náð að hrinda áhlaupi Stjörnumanna sem náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 23:20. Eyjamenn hertu róðurinn síðustu mínútur og unnu með sjö marka mun. Sóknarleikur Stjörnunnar var ekkert til hrópa húrra fyrir.
Mörk Stjörnunnar: Ísak Logi Einarsson 5, Starri Friðriksson 4/1, Gauti Gunnarsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð 2, Barnabás Rea 1, Jóel Bernburg 1, Loftur Ásmundsson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 10, 30,3% – Sigurður Dan Óskarsson 7/2, 63,6%.
Mörk ÍBV: Sveinn José Rivera 6, Daníel Þór Ingason 6, Dagur Arnarsson 5, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2/1, Andri Erlingsson 2, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Haukur Leó Magnússon 1, Anton Frans Sigurðsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9/1, 33,3% – Morgan Goði Garner 5, 55,6%.
Tölfræði leiksins hjá HBStatz.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.



